Author: Bjarki Þór Jónsson

Þessi snillingur fjárfesti í Raspberry Pi tölvu og fleiri smáhlutum og forritaði tækin þannig að þau geta lesið úr tónum sem spilaðir eru á ocarina-flautu, sem er sama gerð af flautu og Link notar í The Legend of Zelda: Ocarina of Time! Með ocarina-flautuna og tölvutæknina að vopni breytti hann heimili sínu þannig að við það að spila ákveðna tónbúta úr Zelda er hægt að kveikja á ákveðnum tækjum. Til dæmis þegar tónarnir í Sun’s Song úr Zelda eru spilaðir þá kveiknar á ljósum, þegar Song of Time er spilaður þá les vélrödd upp hvað klukkan slær og Song of Storms kveikir á…

Lesa meira

Ólafur Jóelsson, eða Óli GameTíví, kíkti í heimsókn til íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds sem hefur að undanförnu verið að vinna að gerð fjölspilunarleiksins Starborne. Leikurinn er herkænskuleikur sem gerist í geimnum í rauntíma þar sem spilarar og bandalög keppast um að ná yfirráði. Leikurinn datt nýlega á alfa-stig og eru alfa-prufur nú í fullum gangi. Í myndbandinu sem birt var á YouTube-rás GameTíví fáum við að sjá sýnishorn úr spilun Starborne og útskýrir Árelíus Sveinn, starfsmaður Solid Clouds, út á hvað leikurinn gengur. Sjón er sögu ríkari.

Lesa meira

Nintendo hefur birt þrjá nýja þætti á YouTube þar sem fjallað er um gerð The Legend of Zelda: Breath of the Wild sem kom í verslanir í byrjun mánaðarins. Hver þáttur er um 10 mínútur að lengd og tekur fyrir valin atriði sem tengjast gerð leiksins. Hægt er að horfa á alla þrjá hlutina hér fyrir neðan. 1. UPPHAFIÐ THE BEGINNING – Í fyrsta hlutanum er fjallað um leikjahugmyndina og vinnuferlið sem liggur að baki The Legend of Zelda: Breath of the Wild. Byrjað var að vinna í leiknum snemma árið 2013 sem þýðir að hann var í um fjögur…

Lesa meira

Í seinustu viku var fastbúnaður (e. firmware) PlayStation 4 leikjatölvunnar uppfærður í útgáfu 4,5. Með nýju uppfærslunni var tvívíð grafík endurbætt fyrir PlayStation VR sýndarveruleikagleraugun, bætt raddstýringu við fjarspilun (e. remote play) og fleira. Ítarlegri lista má finna hér á bandaríska PlayStation blogginu. Einn þeirra þátta sem var ekki sérstaklega listaður var endurbæting á hreyfiskynjun (e. tracking) Move stýripinnana fyrir PS VR. Nokkuð hefur vantað uppá nákvæmni og stöðugleika skynjunarinnar fyrir uppfærsluna en það hefur lagast mikið eftir uppfærsluna samkvæmt iWaggleVR, miðli sem sérhæfir sig á sviði PS Move og PSVR. Við nördarnir höfum ekki náð að prófa PSVR eftir…

Lesa meira

Íslenska leikjafyrirtækið CCP kynnti á dögunum að nýr leikur á sviði sýndarveruleika (VR) væri væntanlegur frá fyrirtækinu. Leikurinn mun bera heitið Sparc. Leikurinn var upphaflega kynntur sem Project Arena á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í fyrra. Til gamans má geta þá er Sparc fyrsti leikur CCP sem ekki gerist í EVE heiminum sem á rætur sínar að rekja til fjölspilunarleiksins EVE Online sem var gefinn út árið 2003. Síðan þá hefur CCP gefið út fjóra aðra leiki sem gerast í sama heimi; DUST 514 og sýndarveruleikaleikina Gunjack, Gunjack II og EVE: Valkyrie. Í Sparc munu andstæðingar keppa í íþróttagrein…

Lesa meira

Fjölspilunarleikurinn EVE Online frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP er tilefndur til BAFTA verðlauna í ár. Leikurinn er tilnefndur í flokknum Evolving Games, eða leikir í þróun, og keppir við Destiny: Rise of Iron, Elite Dangerous: Horizons, Final Fantasy XIV: Online, Hitman og Rocket League um titilinn. Í ár eru það leikirnir Firewatch, INSIDE, Overwatch, Stardew Valley, Titanfall 2 og Uncharted 4 sem eru tilnefndir sem besti leikur ársins (Best Game) á BAFTA en lista yfir allar tilnefningar má finna hér á heimasíðu BAFTA. EVE Online var seinast tilnefndur til BAFTA verðlauna árið 2015 í svipuðum flokki (Best Persistent Game) en League…

Lesa meira

Í dag var birt nýtt sýnishorn úr Middle-Earth: Shadow of War, framhaldið Middle-earth: Shadow of Mordor, sem náði að heilla okkur nördana uppúr skónum með því að bjóða uppá virkilega vandaðan ævintýraheim sem byggir á söguheimi J.R.R. Tolkiens, ásamt skemmtilegri útfærslu á bardagakerfi og valdakerfi óvina. Hægt er að lesa gagnrýnina okkar á Middle-earth: Shadow of Mordor frá árinu 2014 hér. Í sýnishorninu sjáum við hvernig bardagakerfi leiksins virkar og uppá hvaða nýjungar leikurinn hefur að bjóða. Meðal annars verður hægt að fljúga um svæði á baki dreka sem spúir eldi. Sýnishornið er úr alfa-útgáfu leiksins sem þýðir að leikurinn er…

Lesa meira

Nintendo Switch, nýja leikjatölvan frá Nintendo, er væntanleg í verslanir erlendis föstudaginn 3. mars 2017. Ormsson, sem er umboðsaðili Nintendo á Íslandi, staðfesti við Nörd Norðursins að leikjatölvan muni einnig koma í verslanir á Íslandi sama dag, Nintendo áhugamönnum til mikillar gleði. Nintendo Switch býður upp á áhugaverða mögulega þegar kemur að spilun en hægt er að nota leikjatölvuna sem klassíska leikjatölvu sem tengist við sjónvarpið heima og sem handhelda leikjatölvu sem hægt er að ferðast með á milli staða. Stjórntæki tölvunnar er svo hægt að breyta og nota sem stjórntæki fyrir einn eða tvo líkt og sést á kynningarmyndbandi…

Lesa meira

EVEREST VR sýndarveruleikaupplifunin frá íslenska fyrirtækinu Sólfar hefur verið fáanleg á Steam og Viveport síðan í ágúst í fyrra. EVEREST VR var búinn til í Unreal leikjavélinni og er grafíkin í honum mjög raunveruleg. Hingað til hefur aðeins verið hægt að keyra EVEREST VR með HTC Vive sýndarveruleikabúnaðinum, en í gær tilkynnti Sólfar að nú virkar EVEREST VR einnig með Oculus Rift sýndarveruleikagleraugunum og er hægt að nálgast nýju útgáfuna á Oculus Home, heimasvæði Oculus Rift. EVEREST VR er upplifun frekar en leikur í hefðbundnum skilningi þar sem hægt er að upplifa fimm mismunandi atriði sem gerast á Everest fjalli í fyrstu…

Lesa meira