Author: Bjarki Þór Jónsson

Sýndarveruleikaupplifunin Waltz of the Wizard frá íslenska fyrirtækinu Aldin Dynamics er nú fáanlegur fyrir Oculus Rift sýndarveruleikagleraugun. Fyrirtækið tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni núna á föstudaginn. Hægt að nálgast Oculus útgáfuna meðal annars í gegnum Oculus Home, heimasvæði Oculus Rift. Waltz of the Wizard var gefinn út árið 2016 og síðan þá hefur hann notið mikilla vinsælda, þar á meðal hjá Steam notendum sem gefa honum mjög góða einkunn (af þeim 650 einkunnum sem hafa verið gefnar eru 98% þeirra jákvæðar). Hingað til hefur verið nauðsynlegt að nota HTC Vive sýndarveruleikabúnaðinn til að spila WotW en nú geta eigendur Oculus…

Lesa meira

Brynjar H. Einarsson, tölvunarfræðinemi á þriðja ári, hefur tekið að sér það metnaðarfulla verkefni að gefa út þrjú mismunandi mod fyrir Stafakarlana. Mod eru viðbætur við tölvuleiki sem notendur hafa sjálfir búið til. Engin mod hafa verið gefin út fyrir Stafakarlana hingað til. Þessi þrjú mod sem Brynjar vinnur að eru: Doom mod, VR mod og LOTR mod. Hugmyndina fékk hann í Game Jam verkefni sem hann tók þátt í með skólafélögum sínum. Í moddinu hefur stafurinn U breyst í uppvakning, F í fjársvikara og V í veipara. Í Doom moddinu getur spilarinn skotið Stafakarlana „sem hafa breyst í allskonar…

Lesa meira

Kvikmyndin IT frá árinu 1990 með Tim Currey í hlutverki trúðsins ógurlega situr eflaust föst í minni margra. Kvikmyndin, sem var upphaflega gefin út í tveimur hlutum, byggir á samnefndri bók eftir Stephen King sem var gefin út árið 1986. Í sögunni er fylgst er með sjö ungmennum og grimmilegum trúði sem kallast Pennywise. Nú er komið að því að ný IT kvikmynd er væntanleg í kvikmyndahús í september á þessu ári þar sem Svíinn Bill Skarsgård fer með hlutverk trúðsins. Finn Wolfhard leikur einnig stórt hlutverk í nýju myndinni en hann er þekktur fyrir leik sinn í Stranger Things sjónvarpsþáttunum.…

Lesa meira

Þessi snillingur fjárfesti í Raspberry Pi tölvu og fleiri smáhlutum og forritaði tækin þannig að þau geta lesið úr tónum sem spilaðir eru á ocarina-flautu, sem er sama gerð af flautu og Link notar í The Legend of Zelda: Ocarina of Time! Með ocarina-flautuna og tölvutæknina að vopni breytti hann heimili sínu þannig að við það að spila ákveðna tónbúta úr Zelda er hægt að kveikja á ákveðnum tækjum. Til dæmis þegar tónarnir í Sun’s Song úr Zelda eru spilaðir þá kveiknar á ljósum, þegar Song of Time er spilaður þá les vélrödd upp hvað klukkan slær og Song of Storms kveikir á…

Lesa meira

Ólafur Jóelsson, eða Óli GameTíví, kíkti í heimsókn til íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds sem hefur að undanförnu verið að vinna að gerð fjölspilunarleiksins Starborne. Leikurinn er herkænskuleikur sem gerist í geimnum í rauntíma þar sem spilarar og bandalög keppast um að ná yfirráði. Leikurinn datt nýlega á alfa-stig og eru alfa-prufur nú í fullum gangi. Í myndbandinu sem birt var á YouTube-rás GameTíví fáum við að sjá sýnishorn úr spilun Starborne og útskýrir Árelíus Sveinn, starfsmaður Solid Clouds, út á hvað leikurinn gengur. Sjón er sögu ríkari.

Lesa meira

Nintendo hefur birt þrjá nýja þætti á YouTube þar sem fjallað er um gerð The Legend of Zelda: Breath of the Wild sem kom í verslanir í byrjun mánaðarins. Hver þáttur er um 10 mínútur að lengd og tekur fyrir valin atriði sem tengjast gerð leiksins. Hægt er að horfa á alla þrjá hlutina hér fyrir neðan. 1. UPPHAFIÐ THE BEGINNING – Í fyrsta hlutanum er fjallað um leikjahugmyndina og vinnuferlið sem liggur að baki The Legend of Zelda: Breath of the Wild. Byrjað var að vinna í leiknum snemma árið 2013 sem þýðir að hann var í um fjögur…

Lesa meira

Í seinustu viku var fastbúnaður (e. firmware) PlayStation 4 leikjatölvunnar uppfærður í útgáfu 4,5. Með nýju uppfærslunni var tvívíð grafík endurbætt fyrir PlayStation VR sýndarveruleikagleraugun, bætt raddstýringu við fjarspilun (e. remote play) og fleira. Ítarlegri lista má finna hér á bandaríska PlayStation blogginu. Einn þeirra þátta sem var ekki sérstaklega listaður var endurbæting á hreyfiskynjun (e. tracking) Move stýripinnana fyrir PS VR. Nokkuð hefur vantað uppá nákvæmni og stöðugleika skynjunarinnar fyrir uppfærsluna en það hefur lagast mikið eftir uppfærsluna samkvæmt iWaggleVR, miðli sem sérhæfir sig á sviði PS Move og PSVR. Við nördarnir höfum ekki náð að prófa PSVR eftir…

Lesa meira

Íslenska leikjafyrirtækið CCP kynnti á dögunum að nýr leikur á sviði sýndarveruleika (VR) væri væntanlegur frá fyrirtækinu. Leikurinn mun bera heitið Sparc. Leikurinn var upphaflega kynntur sem Project Arena á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í fyrra. Til gamans má geta þá er Sparc fyrsti leikur CCP sem ekki gerist í EVE heiminum sem á rætur sínar að rekja til fjölspilunarleiksins EVE Online sem var gefinn út árið 2003. Síðan þá hefur CCP gefið út fjóra aðra leiki sem gerast í sama heimi; DUST 514 og sýndarveruleikaleikina Gunjack, Gunjack II og EVE: Valkyrie. Í Sparc munu andstæðingar keppa í íþróttagrein…

Lesa meira

Fjölspilunarleikurinn EVE Online frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP er tilefndur til BAFTA verðlauna í ár. Leikurinn er tilnefndur í flokknum Evolving Games, eða leikir í þróun, og keppir við Destiny: Rise of Iron, Elite Dangerous: Horizons, Final Fantasy XIV: Online, Hitman og Rocket League um titilinn. Í ár eru það leikirnir Firewatch, INSIDE, Overwatch, Stardew Valley, Titanfall 2 og Uncharted 4 sem eru tilnefndir sem besti leikur ársins (Best Game) á BAFTA en lista yfir allar tilnefningar má finna hér á heimasíðu BAFTA. EVE Online var seinast tilnefndur til BAFTA verðlauna árið 2015 í svipuðum flokki (Best Persistent Game) en League…

Lesa meira