Fréttir

Birt þann 22. maí, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Nýtt Starborne myndband – Opnað fyrir alfa umsóknir

Íslenska leikjafyrirtækið Solid Clouds hefur birt nýtt kynningarmyndband fyrir Starborne á YouTube-rás sinni. Starborne er fjölspilunarleikur þar sem spilarar kanna heima og geima og fá frjálsar hendur til að mynda bandalög, taka þátt í pólitík, og hugsa taktísk um sitt og annara manna yfirráðasvæði í risavöxnum heimi. Fyrirtækið hefur verið að vinna að gerð leiksins undanfarin ár og er leikurinn nú kominn á alfa-prófunarstig. Nýlega var opnað fyrir nýja lotu í alfa-prófun. Hægt er að skrá sig til leiks hér á www.starborne.com.

Í myndbandinu er meðal annars leikflokkurinn útskýrður sem Starborne tilheyrir, MMORTS (Massively Multiplayer Online Real-Time Strategy), sem skilgreinist sem herkænsku fjölspilunarleikur í rauntíma á íslensku. Einnig er tekið fram hve umsvifamiklir slíkir leikir geta verið en Starborne er hugsaður sem leikborð þar sem þúsundir spilara spila í rauntíma í leik sem tekur nokkra mánuði að klára. Sjón er sögu ríkari, hægt er að horfa á myndbandið í heild sinni hér fyrir neðan.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑