Fréttir

Birt þann 10. júní, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2017: Sýnishorn úr FIFA, NBA Live og Madden 18

Á hverju ári koma nýir íþróttaleikir með viðeigandi uppfærslum frá EA Sports. EA birti ný sýnishorn úr FIFA 18, NBA Live 18 og Madden 18 á E3 kynningunni sem lauk fyrir stuttu. Cristiano Ronaldo er andlit FIFA 18 fótboltaleiksins.

Í nýja FIFA leiknum munu leikmenn liðanna vera gæddir sínum sérkennum (signature moves) í spilun á vellinum og verður hægt að velja á milli mismunandi leikstíla auk þess sem boðið verður upp á áframhaldandi söguþráð fyrir Alex Hunter úr fyrri FIFA leik.

Í NBA Live 18 verður hægt að spila svipaða leið sem kallast The One. Þar spilar maður sem leikmaður sem þarf að klífa upp stigann með því að spila og sigra leiki til að öðlast frægð og frama. Í The One verður hægt að flakka á milli þess að spila á mótum og á götunni þar sem reglurnar eru aðrar.

Tengd frétt: Fleiri fréttir frá E3 2017

 

FIFA 18

 

NBA LIVE 18

 

MADDEN 18

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑