Fréttir

Birt þann 9. júní, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Dagskrá E3 kynninga 2017

Hin árlega E3 tölvuleikjasýning verður haldin dagana 13.-15. júní í Los Angeles í Bandaríkjunum. Að venju munu risarnir úr leikjabransanum halda kynningar rétt áður en sjálf sýningin hefst, þar verða væntanlegir leikir kynntir, ný sýnishorn birt og fleira. Kynningarnar standa yfir dagana 10.-13. júní og er það leikjafyrirtækið EA sem mun ríða á vaðið með kynningu sinni sem hefst þann 10. júní kl. 19:00 að íslenskum tíma. Auk EA verða Microsoft (Xbox), Bethesda, Ubisoft, Sony (PlayStation) og Nintendo með kynningar fyrir sýninguna.

Arnar Ingi Vilhjálmsson setti saman gott yfirlit yfir kynningarnar þetta árið og birti á Facebook-hópnum Tölvuleikjasamfélagið. Við fengum leyfi hjá Arnari til að endurbirta myndina hans hér fyrir neðan. Athugið að tímasetningar miðast við íslenskan tíma.

Hægt verður að fylgjast með öllum stóru kynningunum í beinni útsendingu á netinu og munum við birta tengla að útsendingum þegar nær dregur á Facebook-síðu okkar og á Twitter. Auk þess munum við birta E3 fréttir hér á vef Nörd Norðursins.

Ætlar þú að fylgjast með E3 kynningunum í beinni?

  • Já, en ekki öllum (57%, 4 Votes)
  • Já, öllum (43%, 3 Votes)
  • Kannski (0%, 0 Votes)
  • Nei (0%, 0 Votes)
  • Hlutlaus (0%, 0 Votes)

Total Voters: 7

Loading ... Loading ...

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑