Menning

Birt þann 31. maí, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Eiga vélmenni eftir að taka starf þitt?

Margir horfa til fjórðu iðnbyltingarinnar sem gengur út á vélmennavæðingu og sjálfvirk störf, en nánar má lesa um fjórðu iðnbyltinguna hér á heimasíðu Samtaka iðnaðarins og hér á Wikipedia.

Árið 2013 birtu þeir Carl Benedikt Frey og Michael A. Osborne skýrslu sem ber heitið „The Future of Employment: How susceptible are jobs to computerisation?“ þar sem þeir rannsökuðu hve næm mismunandi störf væru fyrir tölvutækni og þróun. Höfundarnir tóku fyrir 702 mismunandi störf og reiknuðu út hve líklegt væri að tölvutækni og vélmennavæðing myndi hafa áhrif á starfið í náinni framtíð. Samkvæmt skýrslunni eru u.þ.b. 47% starfa í Bandaríkjunum í áhættuhópi, þar sem vélar, tæki eða tölvur eiga eftir að taka yfir störfum í auknum mæli.

Á síðunni willrobotstakemyjob.com er búið að safna gögnum skýrslunnar saman og er hægt að fletta upp starfstitlum til að komast að því hvort líklegt sé að vélmenni eigi eftir að taka yfir starf þitt í náinni framtíð. Til dæmis kemur þar fram að litlar líkur séu á því að vélmenni taki yfir starfi blaðamanna, en miklar líkur séu á að vélmenni eigi eftir að hafa áhrif á fiskiðnaðinn.

Eru miklar eða litlar líkur á því að vélmenni eigi eftir að taka starf þitt?

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑