Bíó og TV

Birt þann 27. maí, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Ný kitla úr Castlevania sjónvarpsþáttunum

Í sumar, nánar tiltekið þann 7. júlí, mun Netflix hefja sýningu á nýjum Castlevania sjónvarpsþáttum sem byggja á sögu samnefndrar leikjaseríu sem á rætur sínar að rekja til NES leikjatölvunnar frá Nintendo. Í leikjaseríunni berst aðalsöguhetjan með svipuna á lofti við ýmis kvikindi, þar á meðal fljúgandi höfuð, beinagrindur og þekktar ófreskjur á borð við Frankenstein og Drakúla. Fyrir stuttu birti Netflix kitlu fyrir nýju þættina. Kitlan er næstum ein og hálf mínúta að lengd, en fyrstu 40 sekúndurnar eru heiðraðar NES tölvunni góðu.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑