Yfir þrjár milljónir spilara spila fjölspilunarleikinn PlayerUnknown’s Battlegrounds á PC í dag og tilkynnti Microsoft á E3 kynningu sinni fyrr í kvöld að leikurinn væri væntanlegur á Xbox One. PlayerUnknown’s Battlegrounds er væntanlegur síðar á þessu ári á Xbox One.
Author: Bjarki Þór Jónsson
Forza 7 er væntanlegur 3. október á þessu ári og mun leikurinn keyra í 4K gæðum og 60 römmum á sekúndu á nýju Xbox One X leikjatölvunni frá Microsoft. Forza bílaleikirnir hafa náð miklum vinsældum í gegnum árin og þykja með flottari og vandaðri bílaleikjum. Nýir Forza leikir eru gefnir út með reglulegu millibili og mun Forza 7 eingöngu vera fáanlegur á PC (Windows 10) og Xbox One leikjatölvurnar. Nýtt sýnishorn úr nýjasta Assassin’s Creed leiknum, Assassin’s Creed Origins, var birt á E3 kynningu Microsoft. Að þessu sinni er sögusvið leiksins Egyptaland. Spilun leiksins virðist vera sambærileg eldri Assassin’s Creed…
Nýtt sýnishorn úr nýjasta Metro leiknum, Metro Exodus, var sýnt á E3 kynningu Microsoft fyrr í kvöld. Líkt og fyrri leikir byggir leikurinn á sögum eftir rússneska rithöfundinn Dmitry Glukhovsky. Leikurinn er væntanlegur á næsta ári. Í sömu kynningu var birt nýtt sýnishorn úr Shadow of War, sem er framhaldið af Shadow of Mordor (hægt að lesa gagnrýnina okkar á þeim leik hér) og hafa leikjahönnuðir leiksins þróað óvinakerfið enn frekar eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan. Shadow of War er væntanlegur 10. október 2017. METRO EXODUS SHADOW OF WAR
Stofnaður hefur verið hópur á Facebook sérstaklega fyrir kvenkyns spilara. Hópurinn kallast GG | Girl Gamers og var nýlega stofnaður af Melínu Kolku. Hún vakti athygli á hópnum á Facebook-hópnum Tölvuleikjasamfélagið og segir að viðbrögðin hafa verið gríðarlega jákvæð. Ætlunin með nýja hópnum sé ekki að ýta karlmönnum í burt, heldur einfaldlega að gefa stelpum tækifæri á að tengjast. „Móttökurnar hafa verið frábærar! Bæði frá strákum og stelpum. Það kom mér á óvart hversu margir strákar hafa sent mér skilaboð um hvað þetta sé „flott framtak“ og fleiri jákvæða hluti. Svo er þessi grúppa líka að stækka svo hratt sem…
EA sýndu stutta kitlu úr Anthem, nýjum leik frá Bioware, á E3 kynningu fyrirtækisins fyrr í kvöld. Um er að ræða nýja leikahugmynd (IP) sem á að tvinnast saman við uppfærðan vélbúnað Xbox tölvunnar, Scorpio. Anthem á að vera hraður og um leið fallegur leikur sem býður spilaranum upp á hættulegar og óvæntar aðstæður. Lítið var sagt um leikinn sjálfan og kitlan sýnir lítið úr leiknum, en það verður sýnt á Microsoft kynningunni á morgun. Þess má geta að þá hefur Microsoft einmitt skort nýjungar í flokki Xbox One leikja. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017
EA endaði E3 kynningu sína í kvöld á Star Wars Battlefront 2. Þar kom fram að við gerð Battlefront 2 var haft í huga þá gagnrýni sem fyrri leikurinn fékk frá mörgum spilurum, en hann þótti að mati margra mjög flottur útlitslega en bjóða upp á stutt og mjög takmarkaða spilun. Þar kom fram að við gerð Battlefront 2 var haft í huga þá gagnrýni sem fyrri leikurinn fékk frá mörgum spilurum, Í Battlefront 2 verður boðið upp á nýjan Star Wars (offline) söguþráð sem mun gerast á milli Return of the Jedi og The Force Awakens. Í söguþræðinum fá…
Leikurinn minnir á vissan hátt á gamla góða Burnout Paradise þar sem leikurinn mun bjóða upp á mun meira en bara hefðbundinn kappakstur. EA kynnti bílaleikinn Need for Speed Payback á E3 kynningu sinni sem lauk fyrir stuttu. Leikurinn minnir á vissan hátt á gamla góða Burnout Paradise (og The Fast and the Furious myndirnar) þar sem leikurinn mun bjóða upp á mun meira en bara hefðbundinn kappakstur. Leikjaheimurinn í Payback verður opinn og fjölbreyttur líkt og spilun leiksins að sögn EA. Í nýju sýnishorni úr leiknum sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan sést dæmi um hvernig…
Ný viðbót fyrir Battlefield 1 var kynnt á E3 kynningu EA sem lauk fyrir stuttu. Viðbótin ber heitið In the Name of the Tsar og fókusar á austurhluta Evrópu á tíma Fyrri heimstyrjaldarinnar. Viðbótin mun innihalda her Rússlands, átta sex ný kort, nýja hluti, farartæki, ný verkefni, nýjar spilunarleiðir og fleira. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017
Samvinnuleikurinn (co-op) A Way Out frá Hazelight leikjafyrirtækinu er væntanlegur snemma árið 2018. Hazelight er stofnað af teyminu sem gerði Brothers: A Tales of Two Sons sem er leikur sem býður upp á áhugaverða spilun, tilfinningahlaðna sögu og nýjungar í leikjahönnun. Leikurinn endaði á lista hjá okkur frá árinu 2014 yfir 11 áhugaverða norræna tölvuleiki! Josef Fares er stóra nafnið hjá Hazelight og segist hann lofa því að nýi leikurinn, A Way Out, muni bjóða upp á einstaka og frumlega leikjaupplifun. Um er að ræða tveggja spilara samvinnuleik sem verður eingöngu hægt að spila á skiptum skjá (split-screen). Um er að…
Á hverju ári koma nýir íþróttaleikir með viðeigandi uppfærslum frá EA Sports. EA birti ný sýnishorn úr FIFA 18, NBA Live 18 og Madden 18 á E3 kynningunni sem lauk fyrir stuttu. Cristiano Ronaldo er andlit FIFA 18 fótboltaleiksins. Í nýja FIFA leiknum munu leikmenn liðanna vera gæddir sínum sérkennum (signature moves) í spilun á vellinum og verður hægt að velja á milli mismunandi leikstíla auk þess sem boðið verður upp á áframhaldandi söguþráð fyrir Alex Hunter úr fyrri FIFA leik. Í NBA Live 18 verður hægt að spila svipaða leið sem kallast The One. Þar spilar maður sem leikmaður…