EA sýndu stutta kitlu úr Anthem, nýjum leik frá Bioware, á E3 kynningu fyrirtækisins fyrr í kvöld. Um er að ræða nýja leikahugmynd (IP) sem á að tvinnast saman við uppfærðan vélbúnað Xbox tölvunnar, Scorpio. Anthem á að vera hraður og um leið fallegur leikur sem býður spilaranum upp á hættulegar og óvæntar aðstæður. Lítið var sagt um leikinn sjálfan og kitlan sýnir lítið úr leiknum, en það verður sýnt á Microsoft kynningunni á morgun. Þess má geta að þá hefur Microsoft einmitt skort nýjungar í flokki Xbox One leikja. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017
Author: Bjarki Þór Jónsson
EA endaði E3 kynningu sína í kvöld á Star Wars Battlefront 2. Þar kom fram að við gerð Battlefront 2 var haft í huga þá gagnrýni sem fyrri leikurinn fékk frá mörgum spilurum, en hann þótti að mati margra mjög flottur útlitslega en bjóða upp á stutt og mjög takmarkaða spilun. Þar kom fram að við gerð Battlefront 2 var haft í huga þá gagnrýni sem fyrri leikurinn fékk frá mörgum spilurum, Í Battlefront 2 verður boðið upp á nýjan Star Wars (offline) söguþráð sem mun gerast á milli Return of the Jedi og The Force Awakens. Í söguþræðinum fá…
Leikurinn minnir á vissan hátt á gamla góða Burnout Paradise þar sem leikurinn mun bjóða upp á mun meira en bara hefðbundinn kappakstur. EA kynnti bílaleikinn Need for Speed Payback á E3 kynningu sinni sem lauk fyrir stuttu. Leikurinn minnir á vissan hátt á gamla góða Burnout Paradise (og The Fast and the Furious myndirnar) þar sem leikurinn mun bjóða upp á mun meira en bara hefðbundinn kappakstur. Leikjaheimurinn í Payback verður opinn og fjölbreyttur líkt og spilun leiksins að sögn EA. Í nýju sýnishorni úr leiknum sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan sést dæmi um hvernig…
Ný viðbót fyrir Battlefield 1 var kynnt á E3 kynningu EA sem lauk fyrir stuttu. Viðbótin ber heitið In the Name of the Tsar og fókusar á austurhluta Evrópu á tíma Fyrri heimstyrjaldarinnar. Viðbótin mun innihalda her Rússlands, átta sex ný kort, nýja hluti, farartæki, ný verkefni, nýjar spilunarleiðir og fleira. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017
Samvinnuleikurinn (co-op) A Way Out frá Hazelight leikjafyrirtækinu er væntanlegur snemma árið 2018. Hazelight er stofnað af teyminu sem gerði Brothers: A Tales of Two Sons sem er leikur sem býður upp á áhugaverða spilun, tilfinningahlaðna sögu og nýjungar í leikjahönnun. Leikurinn endaði á lista hjá okkur frá árinu 2014 yfir 11 áhugaverða norræna tölvuleiki! Josef Fares er stóra nafnið hjá Hazelight og segist hann lofa því að nýi leikurinn, A Way Out, muni bjóða upp á einstaka og frumlega leikjaupplifun. Um er að ræða tveggja spilara samvinnuleik sem verður eingöngu hægt að spila á skiptum skjá (split-screen). Um er að…
Á hverju ári koma nýir íþróttaleikir með viðeigandi uppfærslum frá EA Sports. EA birti ný sýnishorn úr FIFA 18, NBA Live 18 og Madden 18 á E3 kynningunni sem lauk fyrir stuttu. Cristiano Ronaldo er andlit FIFA 18 fótboltaleiksins. Í nýja FIFA leiknum munu leikmenn liðanna vera gæddir sínum sérkennum (signature moves) í spilun á vellinum og verður hægt að velja á milli mismunandi leikstíla auk þess sem boðið verður upp á áframhaldandi söguþráð fyrir Alex Hunter úr fyrri FIFA leik. Í NBA Live 18 verður hægt að spila svipaða leið sem kallast The One. Þar spilar maður sem leikmaður…
Hin árlega E3 tölvuleikjasýning verður haldin dagana 13.-15. júní í Los Angeles í Bandaríkjunum. Að venju munu risarnir úr leikjabransanum halda kynningar rétt áður en sjálf sýningin hefst, þar verða væntanlegir leikir kynntir, ný sýnishorn birt og fleira. Kynningarnar standa yfir dagana 10.-13. júní og er það leikjafyrirtækið EA sem mun ríða á vaðið með kynningu sinni sem hefst þann 10. júní kl. 19:00 að íslenskum tíma. Auk EA verða Microsoft (Xbox), Bethesda, Ubisoft, Sony (PlayStation) og Nintendo með kynningar fyrir sýninguna. Arnar Ingi Vilhjálmsson setti saman gott yfirlit yfir kynningarnar þetta árið og birti á Facebook-hópnum Tölvuleikjasamfélagið. Við fengum leyfi…
Margir horfa til fjórðu iðnbyltingarinnar sem gengur út á vélmennavæðingu og sjálfvirk störf, en nánar má lesa um fjórðu iðnbyltinguna hér á heimasíðu Samtaka iðnaðarins og hér á Wikipedia. Árið 2013 birtu þeir Carl Benedikt Frey og Michael A. Osborne skýrslu sem ber heitið „The Future of Employment: How susceptible are jobs to computerisation?“ þar sem þeir rannsökuðu hve næm mismunandi störf væru fyrir tölvutækni og þróun. Höfundarnir tóku fyrir 702 mismunandi störf og reiknuðu út hve líklegt væri að tölvutækni og vélmennavæðing myndi hafa áhrif á starfið í náinni framtíð. Samkvæmt skýrslunni eru u.þ.b. 47% starfa í Bandaríkjunum í…
Góður leikur getur verið algjör bjargvættur í löngum ferðalögum. Það er aftur á móti ekki sjálfgefið að finna þessa gullmola og hef ég þess vegna ákveðið að taka saman lítinn lista yfir fimm slíka leiki. Athugið að hér verða biðraðaleikir ekki teknir með, heldur eingöngu ferðaleikir, sem bjóða uppá dýpri spilun en hinn hefðbundni biðraðaleikur (sbr. Candy Crush), eiga að geta haldið manni vel sáttum við skjáinn í a.m.k. 30-60 mínútur og eru aðgengilegir á snjallsíma eða spjaldtölvur. BADLAND 2 Í Badland 2 stjórnar þú litlum krúttlegum svörtum verum sem geta flogið, köllum þá bara krúttlinga. Leiknum er skipt niður…
Við tókum rúnt í gegnum nýju Costco verslunina í Garðabæ til að skoða vöruúrval og verð á nördalegum varningi. Vonbrigðin urðu nokkur þegar í ljós kom að lítið var í boði fyrir nördana; engar leikjatölvur, engir tölvuleikir og engin sérstök deild fyrir spil eða safnhluti. Aftur á móti í miðri verslun er að finna flott úrval af bókum sem lesendur hafa eflaust áhuga á að skoða betur. Verðið er sanngjarnt og til dæmis kostar Harry Potter and the Cursed Child 1.849 kr. í Costco en 3.599 kr. í Pennanum Eymundsson. Í Costco er hægt að kaupa seríuna A Song of…