Menning

Birt þann 14. júní, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Nördismi í Costco, 2. hluti – PS4 Pro, heilsuúr og fleira

Þann 7. júní tókum við okkar annan rúnt um Costco verslunina í Garðabæ. Í fyrstu heimsókn okkar fundum við nokkrar áhugaverðar bækur sem lesendur okkur gætu haft gaman af. Að þessu sinni skoðuðum við raftækjadeildina betur og hvort vöruúrval nördans hefði breyst frá fyrri heimsókn.

Og viti menn! PlayStation 4 Pro leikjatölvan var mætt í Costco og kostaði þá 46.999 kr. Verðið þótti lægra en áður hefur verið auglýst hér á landi og ákváðum við þess vegna að gera smá verðkönnun, þar sem kemur í ljós að verðið var mun lægra en aðrar verslanir á Íslandi hafa verið að bjóða sínum viðskiptavinum hingað til. En við skoðuðum fleira en bara þessa leikjatölvu, þar á meðal heilsuúr, streymisbúnað, önnur raftæki og fleiri bækur.

Tengt efni: PS4 Pro stórlækkar í verði með komu Costco

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑