Fréttir

Birt þann 13. júní, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2017: Sony kynnir fleiri VR leiki

Sony birti sýnishorn úr væntanlegum VR-leikjum á kynningu sinni fyrir E3 þetta árið; veiðileikinn Monster of the Deep: Final Fantasy XV, geimleikinn Star Child, hryllingsleikinn The Inpatient frá Supermassive Games (þeir gerðu meðal annars Until Dawn), skotleikinn Bravo Team, ævintýraleikinn Moss (sem minnir svolítið á miðaldarútgáfu af Sturta Little) auk þess sem þeir birtu sýnishorn úr VR-útgáfunni af Skyrim.

Bætt við kl. 14:02 þann 13.6.2017: Superhot VR og Sparc eru einnig væntanlegir á PSVR og hefur sýnishornum úr þeim leikjum verið bætt hér við listann. Þess má geta að þá er þtta er aðeins brot af því sem framundan er fyrir PSVR.

Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017

MONSTER OF THE DEEP: FFXV

 

STAR CHILD

 

THE INPATIENT

 

BRAVO TEAM

 

MOSS

 

SKYRIM

 

SUPERHOT

 

SPARC

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑