Fréttir

Birt þann 13. júní, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2017: Uncharted: The Lost Legacy, Monster Hunter World og Destiny 2

Sony kynnti ný sýnishorn úr Uncharted: The Lost Legacy, Monster Hunter World og Destiny 2 á kynningu sinni fyrir E3.  Uncharted: The Lost Legacy verður fyrsti leikurinn í Uncharted seríunna þar sem Nathan Drake verður ekki aðalpersónan  í leiknum, en það eru tvær ævintýraþyrstar kvenhetjur sem taka við keflinu í þetta skiptið. Leikurinn er væntanlegur á PlayStation 4 22. ágúst á þessu ári.

Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017

Í Monster Hunter World berst spilarinn við risavaxnar risaeðlur vopnaður sverði, göldrum og skotvopnum. Leikjaheimurinn í leiknum er opinn og virðist vera hægt að kanna stór svæði í honum. Leikurinn er væntanlegur í verslanir fyrri hluta 2018.

Næsti kafli í Destiny, Destiny 2, var kynntur en u.þ.b. þrjú ár eru liðin frá útgáfu fyrri leiksins, Destiny sem kom út árið 2014. Í stiklunni fáum við ekki að sjá mikla spilun heldur er fyrst og fremst verið að kynna söguþráð leiksins. Leikurinn er væntanlegur 6. septermber 2017.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑