Fréttir

Birt þann 12. júní, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2017: Langt sýnishorn birt úr Anthem frá Bioware

Anthem var kynntur til leiks í gær á E3 kynningu EA leikjafyrirtækisins. Stutt kitla fylgdi tilkynningunni sem sagði okkur lítið en í kvöld var birt langt sýnishorn úr leiknum þar sem sést hvernig spilun leiksins virkar. Spilarinn hefur það markmið að kanna svæðin í kring um sitt heimasvæði og vernda mannkynið – hvorki meira né minna. Hver persóna klæðist „power suit“ sem hægt er að breyta og aðlaga. Búningurinn virkar sem brynja, inniheldur vopn og þotubagga. Þessi þriðju persónu hasar- skotleikur er væntanlegur í verslanir á næsta ári.

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑