Nintendo Labo pakkarnir innihalda pappa sem notendur setja saman sjálfir og búa til ýmiskonar hluti sem hægt er svo að nota með Switch. Nintendo leikjafyrirtækið er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir með nýjungar sem koma gjarnan skemmtilega á óvart. Nintendo hefur nú kynnt Nintendo Labo nýjungina til sögunnar, en það er ný viðbót fyrir Switch leikjatölvuna. Nintendo Labo pakkarnir innihalda pappa sem notendur setja saman sjálfir og búa til ýmiskonar hluti sem hægt er svo að nota með Switch. Til dæmis er hægt að setja saman þrettán nótna pappa-píanó sem hægt er að spila á, veiðistöng sem hægt er…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Nú styttist í aðfangadag og eflaust einhverjir lesendur sem enn eiga eftir að redda nokkrum jólagjöfum fyrir morgundaginn. En ekki örvænta! Við nördarnir settum saman lista með nokkrum jólagjafahugmyndum og valdar verslanir þar sem þið finnið pottþétt eitthvað fyrir nördavini ykkar og vinkonur. Gleðileg jóla kæru lesendur! NEXUS | ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR Mekka nördanna! Mekka nördanna! Nexus klikkar aldrei. Þarna finnur þú eitthvað fyrir flesta nörda. Bækur, teiknimyndasögur, safngripi, spil (einföld og fyrir lengra komna), kvikmyndir og meirað segja LARP búnað. Kosturinn við Nexus er að ef þú veist að viðkomandi er djúpt sokkinn í kosmós nördaheimsins geturu…
Í gær kynnti íslenska fyrirtækið Sólfar leikinn In Death, sem er nýr fyrstu persónu skotleikur sem er hannaður með sýndarveruleika sérstaklega í huga. Í leiknum berst spilarinn við yfirnáttúrulegar verur í framhaldslífinu með boga að vopni. Sögusvið leiksins er fjarstæðukennd útgáfa af miðöldum þar sem er að finna kastala, trúartákn og rústir með gotnesku yfirbragði. Fram kemur að leikjaheimurinn mun bjóða upp á heim fullan af skrímslum, ráðgátum og herfangi (loot). Created exclusively for VR, In Death is a Roguelite Shooter set in the godless afterlife. Battle through procedurally generated levels and dungeons in intense ranged combat coupled with a…
Á hverju ári kemur nýr FIFA fótboltaleikur með uppfært hlaðborð af heitustu fótboltaliðum og fótboltastjörnum hvers tíma. Að þessu sinni er íslenska landsliðið meðal liða í leiknum eftir frábæra frammistöðu að undanförnu. FIFA 18 býður ekki eingöngu upp á uppfærð lið, heldur einnig hefur spilun leiksins vera fínpússuð líkt og gengur og gerist milli FIFA leikja. FIFA kemur sjaldnast á óvart og býður í raun ítrekað upp á sömu formúlu sem hefur virkað mjög vel í gegnum árin, enda eru FIFA leikirnir lang vinsælustu fótboltaleikirnir í dag og enda auk þess á vinsældarlista yfir söluhæstu leiki á hverju ári. Til…
Steam býður upp á sérstaka útsölu í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Finnland öðlaðist sjálfstæði. Leikirnir í útsölupakkanum eru frá finnskum leikjafyrirtækjum en Finnar eru einmitt þekktir fyrir að vera einstaklega aktívir þegar kemur að gerð og útgáfu tölvuleikja. Meðal leikja sem er að finna á útsölunni er hinn margverðlaunaði Cities Skylines sem hefur slegið í gegn meðal annars hjá gömlum Sim City spilurum. Þarna er einnig að finna Trials krossaraleiki, Oceonhorn sem Zelda spilarar gætu haft gaman af og The Swapper sem er öðruvísi sæfæ-þrautaleikur sem kemur skemmtilega á óvart. Afslættirnir eru í flestum…
Íslenska leikjafyrirtækið Solid Clouds býður áhugasömum í heimsókn til sín milli kl 19:00 og 21:00 í kvöld, föstudaginn 24. nóvember. Þetta er liður í reglulegum hittingi á vegum IGI, samtaka íslenskra tölvuleikjafyrirtækja, og er öllum áhugasömum velkomið að kíkja sama hvort þeir starfi innan leikjaiðnaðarins eða ekki. Solid Clouds hefur að undanförnu unnið að gerð Starborne sem er fjölspilunarleikur þar sem spilarar kanna heima og geima og fá frjálsar hendur til að mynda bandalög, taka þátt í pólitík, og hugsa taktísk um sitt og annara manna yfirráðasvæði í risavöxnum heimi. Starborne er á alfa-stigi eins og er. Í kvöld mun fyrirtækið…
Um helgina mun hryllingsmyndahátíðin Frostbiter bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega kvikmyndadagskrá á Akranesi. Dagskráin hefst í kvöld og stendur yfir til og með sunnudagsins 12. nóvember. The Circle með íslensku leikkonunni Sesselju Ólafsdóttur í aðalhlutverki er meðal mynda sem verða sýndar á hátíðinni og mun Sesselja og leikstóri myndarinnar, Peter Callow, svara spurningum áhorfenda að lokinni sýningu. Á Frostbiter verður einnig boðið upp á spurningaleiki, viðtöl og stuttmyndasýningar. Dagskrána í heild sinni má sjá hér fyrir neðan og á Facebook-síðu Frostbiter. Tekið skal fram að ókeypis er inn á alla viðburði hátíðarinnar.
Norræna leikjavikan, eða Nordic Game Week, stendur yfir dagana 30. október til og með 5. nóvember næstkomandi. Fjölmargir aðilar taka þátt víðsvegar um Norðurlöndin þar sem horft verður til jákvæðra þátta leikja og spila. Borgarbókasafnið tekur þátt í ár líkt og í fyrra og mun bjóða upp á málþing og leikjadjamm að tilefni þess. Leikjadjammið er tölvuleikjasmiðja fyrir ungt fólk á aldrinum 10-16 ára sem mun fara fram helgina 4-5. nóvember. Hægt að skrá sig á Alice smiðju og Unity3D smiðju í gegnum vefsíðu Borgarbókasafnsins. Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Kóder, CCP og RÚV. Leikjadjamm, eða Game Jam eins…
Undanfarnar vikur og mánuði hafa fjölmargar fréttir borist frá hinum íslenska tölvuleikjaheimi. Íslensk leikjafyrirtæki hafa verið að gefa út nýja leiki, viðbætur og aukapakka auk þess sem Daði Freyr gaf út tónlist í gegnum tölvuleik og íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til leiks í FIFA 18. Förum hér yfir það helsta. ÍSLENSKA KARLALANDSLIÐIÐ Í FIFA 18 Eftir glæsilegan árangur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi árið 2016 fékk KSÍ tilboð frá EA Games. EA vildi fá landsliðið með í FIFA 17, fótboltaleik sem átti eftir að seljast í yfir 10 milljónum eintaka um allan heim, og bauð…
Brynjólfur Erlingsson er með AMA (Ask Me Anything) þráð í Facebook-hópnum Tölvuleikjasamfélagið. Brynjólfur hefur starfað í leikjabransanum undanfarinn áratug, þar á meðal hjá CCP, Dice, Paradox og nú hjá Mojang þar sem hann hefur unnið við að greina gögn og skipuleggja gagnamódel. Meðal tölvuleikja sem Brynjólfur hefur komið að eru leikir á borð við Minecraft, EVE Online, Battlefield, Europa Universalis, Crusader Kings, Magicka, Pillars of Eternity, Medal of Honor, Top Eleven og Knights of Pen and Paper. Hægt er að beina spurningum til Brynjólfs og lesa svör hans á Tölvuleikjasamfélaginu á Facebook. Til gamans má geta tókum við stutt viðtal…