Bíó og TV

Birt þann 6. febrúar, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Sjáðu Ísland í Black Mirror

Rétt fyrir síðastliðin áramót lenti fjórða serían af bresku scifi-þáttunum Black Mirror á streymisveitunni Netflix. Fyrir þá sem ekki vita hófu þættirnir göngu sína árið 2011 og er hver og einn þáttur sjálfstæð saga sem gerist í nálægðri framtíð eða öðrum veruleika þar sem tæknin spilar gjarnan stórt hlutverk. Þættirnir vekja oftar en ekki upp flóknar siðferðislegar spurningar og tækla ýmiskonar deilumál með óhefðbundnum og áhugaverðum hætti.

Í þættinum Crocodile, sem er fjórði þátturinn í nýjustu seríunni, má sjá Ísland baða sig í sviðsljósinu. Þátturinn fjallar um í stuttu máli – og án spilla – um rannsókn á slysi þar sem notast er við sérstaka tækni við rannsókn málsins. Tækið sem notast er við er tengt við vitni og getur endurbirt minningar þeirra, líkt og um upptöku sé að ræða, Þessari tækni fylgja kostir og gallar, og ábyrgð.

Þátturinn var tekinn upp hér á landi með aðstoð True North á Íslandi. Fjölmargir Íslendingar koma að gerð þáttarins líkt og sést á kreditlistanum og fara þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigurður Sigurjónsson bæði með lítil hlutverk. Það er Charlie Brooker sem skrifar handrit þáttarins og John Hillcoat leikstýrir. Með aðalhlutverk fara þau Andrea Riseborough, Kiran Sonia Sawar og Andrew Gower.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur valin skjáskot úr þættinum umtalaða þar sem sést vel í íslenska náttúru, Hörpu tónlistar- og ráðstefnhús, Ráðhús Reykjavíkur (sem er hótel í þáttunum) og Tjörnina í miðbæ Reykjavíkur. Enn neðar má finna stiklu úr Crocodile og stutt myndbrot þar sem Charlie Booker og fleiri talar um gerð þáttarins og Ísland sem tökustað.

 

STIKLA ÚR CROCODILE

 

UM GERÐ ÞÁTTARINS

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑