Author: Bjarki Þór Jónsson

Á E3 kynningu EA Games í ár voru meðal annars birt ný sýnishorn úr stórleikjunum Battlefield V og Anthem. Þær nýjungar sem kynntar voru til sögunnar fyrir fyrstu persónu skotleikinn Battlefield V voru þær að nú geta spilarar hoppað í gegnum glugga og fært stærri vopn til á milli staða, auk þess verður hægt að eyðileggja nánast hvað sem er í umhverfi leiksins. Spilarar fá einnig svigrúm til að breyta (costumize) persónum sínum og farartækjum. Einnig verður að finna Battle Royale fjölspilunarhluta í leiknum þar sem leikmenn berjast til síðasta blóðdropa líkt og þekkist í leikjum á borð við Fortnite.…

Lesa meira

Bjarki spilar fyrstu 20 mínúturnar í Forgotton Anne, nýlegum tölvuleik frá ThroughLine Games og Square Enix Collective. Leikurinn er söguríkur og fullur af áhugaverðum karakterum. Útlit leiksins er skemmtilega heillandi og minnir mikið á japanska teiknimyndastílinn. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan og á YouTube síðu Nörd Norðursins. Til gamans má geta þá kom Íslendingurinn Ingvi Snædal að gerð leiksins en hann starfar sem aðstoðarframkvæmdastjóri ThroughLine Games.

Lesa meira

ECHO var tilnefndur í flestum flokkum og hlaut alls þrenn verðlaun og var meðal annars valinn leikur ársins. Í kvöld á Nordic Game ráðstefnunni í Malmö voru sigurvegarar Nordic Game Awards 2018 kynntir. Stóri sigurvegari kvöldsins var leikurinn ECHO frá danska leikjafyrirtækinu Ultra, Ultra. ECHO var tilnefndur í flestum flokkum og hlaut alls þrenn verðlaun og var meðal annars valinn leikur ársins. Little Nightmares kom einnig vel út og hlaut alls tvenn verðlaun. VR-leikurinn Sparc frá íslenska leikjafyrirtækinu CCP sigraði verðskuldað í flokknum besta tæknin (best technology). Aðrir leikir sem voru tilefndnir í þeim flokki voru leikirnir ECHO, Fugl og stórleikirnir Star…

Lesa meira

Við kíktum á Isle of Games leikjahátíðina sem haldin var í Iðnó þann 19. maí síðastliðinn. Fjölbreyttur hópur af fag- og áhugafólki um listir, tölvuleiki og menningarlegt gildi þeirra stóð á bak við hátíðina. Á hátíðinni var sérstaklega horft til menningarlegs gildi tölvuleikja og nánu sambandi þeirra við hinn sjónræna listaheim. Á sýningunni voru sýndir tölvuleikir eftir íslenska og alþjóðlega listamenn og um kvöldið var boðið upp á lifandi tónlist sem spiluð var yfir lifandi tölvuleiki. Hér fyrir ofan má sjá brot af því sem var í boði á þessari flottu leikjahátíð.

Lesa meira

Leikir hafa verið hluti af menningu okkar í gegnum söguna og eru mun eldri en marga grunar. Til dæmis má nefna Royal Game of Ur, sem er eitt elsta borðspil sem fundist hefur en það spil er talið vera frá árinu 2.500 f.Kr. Í gegnum aldirnar hafa leikir þróast og hafa haldið áfram að þróast samhliða tækninni. Árið 1972 var merkilegt ár í sögu tölvuleikja þegar að PONG spilakassinn kynnti umheiminum fyrir tölvuleikjaheiminum. Í raun eru tölvuleikir aðeins einn angi þess sem leikjaheimurinn hefur upp á að bjóða, en í grunninn má skilgreina alla leiki, sama hvort um sé að…

Lesa meira

Isle of Games er leikjahátíð sem haldin verður í IÐNÓ laugardaginn 19. maí næstkomandi. Á bak við hátíðinu stendur fjölbreyttur hópur af fag- og áhugafólki um listir, tölvuleiki og menningarlegt gildi þeirra. Á hátíðinni þar sem horft verður til „menningarlegu gildi tölvuleikja og nánu sambandi þeirra við hinn sjónræna listaheim“ líkt og fram kemur á Facebook-síðu viðburðarins. Á sýningunni verða sýndir tölvuleikir eftir íslenska og alþjóðlega listamenn og um kvöldið verður boðið upp á lifandi tónlist sem spiluð verður yfir lifandi tölvuleikjum. Þar mun ÍRiiS meðal annars spila tónlist yfir ABZU, sem er gullfallegur og litríkur kafaraleikur. Hátíðin opnar kl.…

Lesa meira

Í tengslum við Hönnunarmars var opnuð sýning í Gerðubergi þann 16. mars síðastliðinn sem var tileinkuð hönnun íslenskra tölvuleikja. Á sýningunni, sem bar heitið Í leikjaheimi, fengu gestir tækifæri til að fræðast um valda tölvuleiki og prófað að spila þá. Sýningin var sett upp í tengslum við námsstefnuna Leikum okkur með menningararfinn sem var haldin sama dag, þar komu leikjaiðnaðurinn, söfn og stofnanir saman til að ræða um leikjavæðingu náttúru- og minjasafna. Þeir leikir sem voru til sýnis á sýningunni voru Mussila, Lokbrá, 17. Nóvember, Fjársjóðir Skriðuklausturs, BUDS, Grow, Þrír, Vegg, Locatify og Vélskáldið. Sýningin var opin í um mánuð…

Lesa meira

Sá leikur sem hlýtur flestar tilnefningar í ár er Wolfenstein II: The New Colossus frá MachineGames í Svíþjóð sem er tilnefndur í alls fimm flokkum, þar á meðal í flokknum leikur ársins (GOTY). Nordic Game hefur birt lista yfir þá norrænu leiki sem tilnefndir eru til Nordic Game Awards 2018. Vinningshafar verða kynntir á Nordic Game ráðstefnunni sem fram fer 23.-25. -maí í Malmö, Svíþjóð. Á listanum er að finna einn leik frá íslensku tölvuleikjafyrirtæki, en það er VR-leikurinn Sparc sem CCP gaf út í fyrra. Sparc er tilnefndur í flokknum besta tæknin (best technology) ásamt ECHO (Ultra Ultra), Fugl…

Lesa meira

Portal byssan er ein sú áhugaverðasta og frumlegasta úr vígalegu vopnasafni tölvuleikja og hana má setja á sama stall og Gravity Gun úr Half-Life 2 og BFG9000 úr Doom. Með Portal byssunni frægu er hægt að opna gáttir milli svæða og þannig ferðast á milli svæða, þessar gáttir eru svo notaðar til að leysa þrautir í Portal leikjunum. En hvað myndi maður eiginlega gera af sér ef maður fengi slíka byssu í hendurnar? Alveg klárlega prófa að skjóta einni gátt í gólfið og annari í loftið, og prófa að láta sig falla niður í hið óendanlega. En hvað fleira? Í…

Lesa meira

A Way Out er nýr samvinnuleikur í leikstjórn Josef Fares, en hann hefur bæði leikstýrt kvikmyndum og tölvuleikjum og er meðal annars þekktur fyrir aðkomu sína að tölvuleiknum Brother: A Tale of Two Sons frá árinu 2013 sem kom skemmtilega á óvart og náði miklum vinsældum í kjölfarið. Leikurinn endaði meðal annars á okkar lista yfir góða norræna leiki frá árinu 2014. A Way Out er samvinnuleikur í styttri kantinum, sem sannast meðal annars á verðmiða leiksins, en leikurinn kostar í kringum 25 pund í bresku leikjaverslun PSN, eða um 3.500 kr. Leikurinn er þróaður sem tveggja manna samvinnuleikur frá…

Lesa meira