Fréttir

Birt þann 10. júní, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2018: Nýr Command & Conquer leikur á snjalltæki

Command & Conquer herkænskuleikirnir nutu mikilla vinsælda um seinustu aldamót en lítið hefur verið að frétta af seríunni síðastliðin ár. EA Games tilkynnti á E3 tölvuleikjasýningunni að nýr Command & Conquer leikur væntanlegur á snjalltæki og hefur leikurinn fengið nafnið Command & Conquer Rivals.

Leikurinn er hraður og frekar einfaldur í spilun…

Í leiknum berjast tveir spilarar um yfirráðasvæði í rauntíma. Hver leikur tekur aðeins nokkrar mínútur og er hannaður með snjalltækin í huga. Báðir leikmenn eru með eina bækistöð sem andstæðingurinn reynir að eyðileggja sem fyrst. Sá spilari sem nær að halda fleiri yfirráðasvæðum á kortinu áður en tíminn rennur út nær stjórn yfir eldflaug sem sprengir bækistöð andstæðingsins. Leikurinn er hraður og frekar einfaldur í spilun en virðist þó bjóða upp á ýmis herkænskubrögð, en þó ekkert í líkingu við gömlu góðu C&C leikina.

Leikurinn er væntanlegur á Android og iOS en hægt er að nálgast pre-alpha útgáfu á leiknum nú þegar á Android-tækjum.

Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑