Fréttir

Birt þann 9. júní, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2018: Unravel Two gefinn út í dag!

Unravel Two var kynntur á EA kynningu E3 í dag. Ekki nóg með það, heldur var um leið tilkynnt að leikurinn væri fullkláraður og hægt væri að nálgast leikinn nú þegar á PlayStation 4, Xbox One og PC.

Um er að ræða þrautaleikur frá sænska indí leikjafyrirtækinu Coldwood Interactive. Fyrri Unravel leikurinn var gefinn út árið 2016 og í honum stjórnar spilarinn hinum ofur krúttlega Yarny sem er búinn til úr garni og þarf að ferðast á milli staða í náttúrunni og elta minningar. Leikurinn heillaði okkur nördana gjörsamlega upp úr skónum og fékk 4,5 stjörnur af 5 mögulegum í leikjarýni okkar sem hægt er að lesa hér – auk þess sem leikurinn var tilnefndur til Nordic Game Awards 2017 fyrir listræna nálgun.

Út frá stiklunni að dæma heldur nýi leikurinn hinu fallega og sveitalega útliti sem var svo eftirminnilegt úr fyrri leiknum, en boðið er upp á nýja nálgun með bláa garnagaurnum.

Í Unravel Two er að finna tvær verur búnar til úr garni, en í fyrri leiknum var eingöngu að spila sem hinn rauði Yarny. Unravel Two styður einspilun (1 player) og samspilun (co-op) og eru garnagaurarnir alltaf tveir, sama hvort einn eða tveir spilarar spila leikinn. Út frá stiklunni að dæma heldur nýi leikurinn hinu fallega og sveitalega útliti sem var svo eftirminnilegt úr fyrri leiknum, en boðið er upp á nýja nálgun með bláa garnagaurnum.

Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑