Fréttir

Birt þann 20. júní, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Prófaðu Summer Jam leikina á Bryggjunni í kvöld

Game Makers Iceland, grasrótarhreyfing innan tölvuleikjasamfélagsins á Íslandi, stendur fyrir hittingi á Bryggjunni í kvöld kl. 19:00. Þar geta áhugasamir prófað leiki sem voru búnir til í tengslum við Summer Jam leikjadjammið sem var á vegum Game Makers dagana 1. – 17. júní. Þar fengu þátttakenndur u.þ.b. hálfan mánuð til að búa til leiki sem tengdust speglun (reflection), sem var þema leikjadjammsins þessu sinni. Gestir fá svo að kjósa um sinn uppáhaldsleik og hljóta þrjú efstu sætin sérstök verðlaun.

Viðburðurinn er opinn öllum og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta!

Skoða viðburð á Facebook.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑