Fréttir

Birt þann 10. júní, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2018: Sea of Solitude – Tilfinningaríkur leikur um einsemd

Jo-Mei Games leikjafyrirtækið kynnti leikinn Sea of Solitude, eða SOS, á E3 kynningu EA Games. Hugmyndin byggir á tilfinningaríkum grunni þar sem einsemd og einmannaleiki spilar stórt hlutverk. Leikjahönnuðir leiksins virðast hafa sótt mikinn innblástur af persónulegri reynslum og tengt við það hvernig einmannaleikinn getur haft áhrif á mannveruna. Í leiknum stjórnar spilarinn ungri konu sem finnur fyrir mikilli einsemd, reiði og fánýti. Markmiðið í leiknum er að ná að koma jafnvægi á tilfinningar konunnar, sem hefur breyst í einhverskonar skrímsli.

Leikurinn er væntanlegur snemma árs 2019.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑