Fréttir

Birt þann 14. júní, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Out of the Loop – Nýr partíleikur frá íslensku leikjafyrirtæki

Leikurinn Out of the Loop eftir íslenska leikjafyrirtækið Tasty Rook kom út í dag, fimmtudaginn 14. júní. Tasty Rook samanstendur af Torfa Ásgeirssyni og Sigursteini J Gunnarssyni, þeim sömu og færðu okkur Triple Agent. Out of the Loop er annar leikur fyrirtækisins á innan við ári og, líkt og fyrirrennarinn, er stafrænn partíleikur fyrir 3-9 til að spila saman.

Leikurinn, sem er líka á íslensku, ætti að vera landsmönnum að skapi enda líkist hann mörgum af þeim frábæru partíleikjum sem þeir spila um jól og í sumarbússtaðnum. Leikurinn spilast í gegnum einn síma, kennir sig sjálfur og hver umferð tekur aðeins 10 mínútur.

Out of the Loop, eða Út á túni líkt og leikurinn heitir á íslensku, spilast þannig að allir leikmenn nema einn fá að vita leyniorð í upphafi. Allir leikmenn svara svo einföldum spurningum sem tengjast leyniorðinu og reyna leikmenn þannig að átta sig á því hver það er sem er út á túni (veit ekki leyniorðið). Í lok leiks giska leikmenn á hver úr hópnum sé út á túni, og getur sá sem á túninu er nælt sér í stig með því að finna út hvert leyniorðið var .

Leikurinn er ókeypis að sækja en hægt er að kaupa fleiri flokka innan leiksins.

Fyrri leikur Tasty Rook, var tilnefndur til ýmissa verðlauna, þar á meðal Nordic Sensation verðlaunanna, og hefur Out of the Loop nú þegar hlotið viðurkenningu frá Copenhagen Game Collective.

Out of the Loop er fáanlegur á iOS og Android.

 

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑