Bíó og TV

Birt þann 29. júní, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Mortal Engines lofar góðu – Hera Hilmars leikur „badass“

Kvikmyndafyrirtækið Universal Pictures birti nýtt myndband í tengslum við kvikmyndina Mortal Engines á YouTube-rás sinni í gær. Myndin lofar mjög góðu út frá sýnishorninu að dæma og stefnir allt í flotta stórmynd. Spennandi verður að fylgjast svo með því hvort myndin eigi eftir standast væntingar þegar hún kemur í kvikmyndahús þann 14. desember næstkomandi.

Mortal Engines er byggð á samnefndri bók frá 2001 eftir Philip Reeve og er fyrsta bókin af fjórum í þessari gufupönk bókaseríu. Í myndbandinu sem birt var í gær er meðal annars rætt við leikstjórann Peter Jackson og íslensku leikkonuna Heru Hilmarsdóttur sem fer með stórt hlutverk í myndinni sem Hester Shaw. Í sýnishorninu, sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan, sjáum við heilu borgirnar færast um á milli svæða í risavöxnum framtíðarheimi þar sem barist er um völd og eignir. Einnig segir Hera Hilmars aðeins frá persónu sinni sem hún lýsir sem „badass“ við fyrstu sýn. Einnig er rætt við Robert Sheehan (Nathan Young í Misfits) sem fer með stórt hlutverk í myndinni.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑