Author: Bjarki Þór Jónsson

Í seinustu viku hélt Microsoft sérstaka Xbox leikjakynningu á netinu. Á kynningunni voru ný sýnishorn birt úr væntanlegum leikjum á Xbox Series X, nýjustu leikjatölvu Microsofts sem kemur í verslanir fyrir árslok. Í sömu kynningu tilkynnti tölvuleikjafyrirtækið Ninja Theory að sögusvið næsta Hellblade-leiks væri Ísland. Hér fyrir neðan er að finna rjómann af þeim sýnishornum sem sýnd voru á kynningunni sem fram fór 23. júlí síðastliðinn. Hægt er að finna lista yfir alla þá leiki sem voru kynntir voru neðst í þessari færslu. Í seinasta mánuði kynnti Sony PlayStation 5 leikjatölvuna og væntanlega PS5 leiki og er hægt að skoða…

Lesa meira

Bjarki hefur verið að spila samúræ-leikinn Ghost of Tsushima undanfarna daga. Í þessu myndbandi fer hann yfir sín fyrstu hughrif og segir stuttlega frá leiknum (án spilla). Leikurinn gerist á 13. öld á japönsku eyjunni Tsushima þar sem Mongólar sækjast eftir auknum völdum.

Lesa meira

Tölvuleikurinn Hellblade II mun gerast á Íslandi. Þetta kom fram í tilkynningu í dag frá tölvuleikjafyrirtækinu Ninja Theory sem þróar og framleiðir leikinn. Ekki er langt síðan að íslensk náttúra fékk að njóta sín í stórleik en leikjaheimurinn í Death Stranding sækir meðal annars innblástur frá íslenskri náttúru. … einn af stofnendum Ninja Theory segist fyrst hafa fengið hugmynd um að gera framhald af Hellblade eftir að hafa heimsótt Ísland … Leikjahönnuðurinn Tameem Antoniades sem er jafnframt einn af stofnendum Ninja Theory segist fyrst hafa fengið hugmynd um að gera framhald af Hellblade eftir að hafa heimsótt Ísland og upplifað…

Lesa meira

Rétt í þessu lauk sérstakri PlayStation 5 kynningu Sony þar sem fyrirtækið sýndi í fyrsta sinn útlit tölvunnar. Samhliða því voru sýnd stutt sýnishorn úr væntanlegum PS5 leikjum. Þar á meðal úr nýjum Horizon leik, nýjum Ratchet and Clank leik, nýjum Spider-Man leik ásamt því sem nýir og ferskir leikjatitlar voru kynntir til sögunnar. Hér fyrir neðan má sjá nokkur vel valin sýnishorn. HORIZON: FORBIDDEN WEST PROJECT ATHIA STRAY PRAGMATA RETURNAL RESIDENT EVIL VILLAGE KENA: BRIDGE OF SPIRITS RATCHET & CLANK: RIFT APART Einnig var sýnt brot úr næsta Gran Turismo leik, nýjum LittleBigPlanet leik, nýjum Spider-Man leik, Destruction AllStars,…

Lesa meira

Sony kynnti PlayStation 5 leikjatölvuna á sérstakri PS5 kynningu sem haldin var í kvöld. Í fyrsta sinn birti fyrirtækið myndir af leikjatölvunni sem væntanleg er í verslanir síðar á þessu ári. Sony hafði áður birt myndir af fjarstýringunni sem fylgir tölvunni og má segja að útlit tölvunnar fylgi útliti hennar þar sem litirnir hvítur og svartur eru allsráðandi. Á kynningunni kom fram að tvær útgáfur af PlayStation 5 tölvunni verða í boði. Hefðbundna útgáfan inniheldur geisladrif (4K UHD Blu-Ray Drive) á meðan stafræna útgáfan, eða Digital Edition, verður án geisladrifs. Leikjaverslun hefur að miklu leyti færst yfir á stafrænt form…

Lesa meira

Hinn hollenski Daniel le Pair bjó til Super Mario World kort af Íslandi og deildi því með íslenskum reddit notendum nú í kvöld. Færslan á reddit hefur fengið mikla athygli enda Íslandskortið skemmtilega vel gert og nær að fanga stemninguna úr Super Mario World. Fyrsta Super Mario World landakortið sem Daniel gerði var af heimalandi sínu, Hollandi. Hann segist hafa ákveðið að gera kort af Íslandi næst þar sem hann heimsótti landið og varð yfir sig hrifinn af íslenskri náttúru og landslagi. Það tók Daniel um tíu klukkutíma að búa til Íslandskortið í forritinu Aseprite, sem er vinsælt forrit til…

Lesa meira

Í dag var fyrsta tilfelli COVID-19 veirunnar greint á Íslandi, frá þessu greindi RÚV fyrr í dag. Í kjölfar var hættustigi lýst yfir og boðaði Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlæknir blaðamannafund sem fór fram kl. 16:00 í dag. Stuttu eftir að blaðamannafundinum lauk birti CCP yfirlýsingu þess efnis að ákvörðun hafi verið tekin um að aflýsa EVE Fanfest, aðdáendahátíð EVE Online tölvuleiksins. EVE Fanfest er lang stærsti tölvuleikjatengdi viðburðurinn á Íslandi en þar hittast EVE Online spilarar víðs vegar að í raunheimum og hitta framleiðendur leiksins sem hafa boðið upp á fjölbreytta og fjöruga dagskrá. Hátíðin átti að fara fram dagana…

Lesa meira

Sífellt fleiri íslensk íþróttafélög eru farin að bjóða upp á æfingar í rafíþróttum. Ármann er eitt af þeim íþróttafélögum á Íslandi sem hafa stofnað sína eigin rafíþróttadeild innan félagsins og er markmið deildarinnar að verða leiðandi í grasrótarstarfi innan rafíþrótta. Félagið vill efla krakka félagslega, andlega og líkamlega í gegnum áhugamál þeirra. Á dögunum birti Ármann esports fallega reynslusögu á Facebook-síðu sinni frá foreldri sem segir að það skipti miklu máli að hafa þennan valkost í flóru íþróttanna á Íslandi og að sonur sinn hafi fundið sig í rafíþróttadeild Ármans. Reynslusöguna í heild sinni er hægt að lesa hér fyrir…

Lesa meira

Tölvuleikjafyrirtækið Valve sendi frá sér tíst fyrir stuttu þar sem fram kemur að nýr Half-Life leikur verði kynntur til sögunnar næstkomandi fimmtudag. Liðin eru 15 ár frá því að Half-Life 2 leit dagsins ljós og 12 ár frá aukapakkanum Half-Life 2: Episode Two. Half-Life leikirnir nutu mikilla vinsælda á sínum tíma og hafa enn viðhaldið ákveðnum vinsældum þar sem aðdáendur leikjanna hafa beðið lengi eftir þriðja Half-Life leiknum, sem hefur ekki enn verið kynntur til sögunnar. Nýi Half-Life leikurinn ber heitið Half-Life: Alyx og mun vera einn aðal VR-leikjum Valve. Að svo stöddu vitum við ekki mikið um leikinn nema…

Lesa meira

Nýr FIFA fótboltaleikur er árlegur viðburður og kom sá nýjasti FIFA 20 í verslanir í seinasta mánuði. Nýi leikurinn býður upp á fjölbreyttan fótbolta, allt frá suður-amerískum götubolta yfir í stórleiki meistaradeilda. Fókusinn í FIFA hefur lengi vel verið að bjóða upp á skemmtilega spilun sem er á sama tíma sem næst raunveruleikanum. Tæknin þróast á milli ára og býður sífellt upp á fleiri og flóknari möguleika; snúningsbolta, tæklingar, snertingar og fleira. Sjaldan sjást stórar breytingar milli ára á FIFA-leikjum þar sem mikil áhersla er á fínpússun þar sem litlum hlutum er breytt og öðru bætt við, en beinagrind leiksins…

Lesa meira