Gamestöðin, Elko, Tölvutek og Vodafone hafa opnað fyrir forpantanir á næstu kynslóð leikjatölvu frá Sony; PlayStation 5. Tvær útgáfur eru í boði og er algengt verð fyrir diskalausu útgáfuna hér á landi er 79.999 kr en fyrir diskaútgáfuna 99.999 kr. (ekki langt frá giskinu okkar í Leikjavarpinu!) Svipað verð er milli allra áðurnefnda verslana en þegar þessi frétt er skrifuð er Gamestöðin að bjóða hagstæðasta verðið fyrir diskaútgáfuna þar sem hún kostar 96.999 kr. í forsölu. Aðeins munar örfáum krónum milli verslana á diskalausu útgáfunni. Sony hélt kynningu í gær þar sem verð og útgáfudagur á PlayStation 5 var kynnt…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Óvíst er hvort Xbox Series S eða Xbox Series X verði fáanlegar á Íslandi strax á útgáfudegi. Þegar haft var samband við Gamestöðina fengust þau svör að unnið væri hörðum höndum að fá tölvurnar sem allra fyrst hingað til lands. Ekkert verð hefur fengist uppgefið frá íslenskum verslunum en álagning á leikjatölvur hefur verið mismikil hér á landi eins og sést til dæmis á verðmuni leikjatölva á Íslandi og erlendis og þegar samkeppni er milli verslana líkt og gerðist með PlayStation Pro. Útreikningar sýna að gera megi ráð fyrir að Xbox Series S muni kosta á bilinu 65 til 75…
Tæknirisarnir Microsoft og Sony hafa verið í einskonar störukeppni undanfarna mánuði þar sem bæði fyrirtækin hafa tilkynnt að þau muni gefa út næstu kynslóð leikjatölvu fyrir næstu árslok, án þess þó að hafa gefið upp staðfestan útgáfudag eða verð. Microsoft leysti frá skjóðunni í vikunni þar sem fyrirtækið tilkynnti að tvær nýjar Xbox leikjatölvur, Xbox Series S og Xbox Series X, eru væntanlegar í verslanir þann 10. nóvember næstkomandi. Tæknilegur og útlitslegur munur er á útgáfunum. Xbox Series S er smá í sniðum og er hvít á litin. Tölvan inniheldur 512 gb harðan disk, ekkert diskadrif og styður 1440p upplausn…
Þriðju persónu hasar- og ævintýraleikurinn Ghost of Tsushima frá leikjafyrirtækinu Sucker Punch Productions kom í verslanir 17. júlí síðastliðinn og er eingöngu fáanlegur (exclusive) á PlayStation 4. Útgáfudegi leiksins var frestað um nokkrar vikur sökum COVID-19 en fyrir heimsfaraldurinn var staðfestur útgáfudagur 26. júní (sjá nánar á PlayStation.Blog). Sucker Punch Productions er bandarískt leikjafyrirtæki og er þekkt fyrir Infamous-leikina ásamt fyrstu leikjunum með lævísa þvottabirninum Sly Cooper. Í Ghost of Tsushima stjórnar spilarinn samúræjanum Jin Sakai. á 13. öld. Á japönsku eyjunni Tsushima ríkir ófriður þar sem Mongólar hafa ráðist til atlögu og fara með berserksgang um landið, ræna og…
Í seinustu viku hélt Microsoft sérstaka Xbox leikjakynningu á netinu. Á kynningunni voru ný sýnishorn birt úr væntanlegum leikjum á Xbox Series X, nýjustu leikjatölvu Microsofts sem kemur í verslanir fyrir árslok. Í sömu kynningu tilkynnti tölvuleikjafyrirtækið Ninja Theory að sögusvið næsta Hellblade-leiks væri Ísland. Hér fyrir neðan er að finna rjómann af þeim sýnishornum sem sýnd voru á kynningunni sem fram fór 23. júlí síðastliðinn. Hægt er að finna lista yfir alla þá leiki sem voru kynntir voru neðst í þessari færslu. Í seinasta mánuði kynnti Sony PlayStation 5 leikjatölvuna og væntanlega PS5 leiki og er hægt að skoða…
Bjarki hefur verið að spila samúræ-leikinn Ghost of Tsushima undanfarna daga. Í þessu myndbandi fer hann yfir sín fyrstu hughrif og segir stuttlega frá leiknum (án spilla). Leikurinn gerist á 13. öld á japönsku eyjunni Tsushima þar sem Mongólar sækjast eftir auknum völdum.
Tölvuleikurinn Hellblade II mun gerast á Íslandi. Þetta kom fram í tilkynningu í dag frá tölvuleikjafyrirtækinu Ninja Theory sem þróar og framleiðir leikinn. Ekki er langt síðan að íslensk náttúra fékk að njóta sín í stórleik en leikjaheimurinn í Death Stranding sækir meðal annars innblástur frá íslenskri náttúru. … einn af stofnendum Ninja Theory segist fyrst hafa fengið hugmynd um að gera framhald af Hellblade eftir að hafa heimsótt Ísland … Leikjahönnuðurinn Tameem Antoniades sem er jafnframt einn af stofnendum Ninja Theory segist fyrst hafa fengið hugmynd um að gera framhald af Hellblade eftir að hafa heimsótt Ísland og upplifað…
Rétt í þessu lauk sérstakri PlayStation 5 kynningu Sony þar sem fyrirtækið sýndi í fyrsta sinn útlit tölvunnar. Samhliða því voru sýnd stutt sýnishorn úr væntanlegum PS5 leikjum. Þar á meðal úr nýjum Horizon leik, nýjum Ratchet and Clank leik, nýjum Spider-Man leik ásamt því sem nýir og ferskir leikjatitlar voru kynntir til sögunnar. Hér fyrir neðan má sjá nokkur vel valin sýnishorn. HORIZON: FORBIDDEN WEST PROJECT ATHIA STRAY PRAGMATA RETURNAL RESIDENT EVIL VILLAGE KENA: BRIDGE OF SPIRITS RATCHET & CLANK: RIFT APART Einnig var sýnt brot úr næsta Gran Turismo leik, nýjum LittleBigPlanet leik, nýjum Spider-Man leik, Destruction AllStars,…
Sony kynnti PlayStation 5 leikjatölvuna á sérstakri PS5 kynningu sem haldin var í kvöld. Í fyrsta sinn birti fyrirtækið myndir af leikjatölvunni sem væntanleg er í verslanir síðar á þessu ári. Sony hafði áður birt myndir af fjarstýringunni sem fylgir tölvunni og má segja að útlit tölvunnar fylgi útliti hennar þar sem litirnir hvítur og svartur eru allsráðandi. Á kynningunni kom fram að tvær útgáfur af PlayStation 5 tölvunni verða í boði. Hefðbundna útgáfan inniheldur geisladrif (4K UHD Blu-Ray Drive) á meðan stafræna útgáfan, eða Digital Edition, verður án geisladrifs. Leikjaverslun hefur að miklu leyti færst yfir á stafrænt form…
Hinn hollenski Daniel le Pair bjó til Super Mario World kort af Íslandi og deildi því með íslenskum reddit notendum nú í kvöld. Færslan á reddit hefur fengið mikla athygli enda Íslandskortið skemmtilega vel gert og nær að fanga stemninguna úr Super Mario World. Fyrsta Super Mario World landakortið sem Daniel gerði var af heimalandi sínu, Hollandi. Hann segist hafa ákveðið að gera kort af Íslandi næst þar sem hann heimsótti landið og varð yfir sig hrifinn af íslenskri náttúru og landslagi. Það tók Daniel um tíu klukkutíma að búa til Íslandskortið í forritinu Aseprite, sem er vinsælt forrit til…