Fréttir

Birt þann 26. október, 2020 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Xbox Series X og S til Íslands árið 2021

Útgáfudagur næstu kynslóð leikjatölva frá Microsoft, Xbox Series X og Xbox Series S, er 10. nóvember næstkomandi. Engin verslun á Íslandi hefur auglýst leikjatölvurnar og hafði Nörd Norðursins því samband við Gamestöðina og Kids Coolshop sem staðfestu að tölvan væri að öllum líkindum ekki væntanleg til landsins fyrr en árið 2021. Ekki er komin nákvæm dagsetning en vonast er til þess að geta boðið upp á tölvuna sem allra fyrst.

Xbox Series X mun kosta 449 pund í Bretlandi og Xbox Series S 249 pund. Enn hefur ekki verið staðfest verð á tölvunum hér á landi.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑