Fréttir

Birt þann 8. október, 2020 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

PlayStation 5 tekin í sundur

Í nýju myndbandi sem Sony setti nýlega á YouTube er nýja PlayStation 5 leikjatölvan tekin í sundur og sést þar meðal annars hvernig kælibúnaður tölvunnar lítur út. Margir PlayStation 4 notendur hafa kvartað yfir miklum hávaða í viftu tölvunnar og má gera ráð fyrir því að það vandamál verði ekki til staðar í PlayStation 5.

Eigendur PlayStation 5 geta sjálfir tekið ytri hulstur tölvunnar af og fest eða losað standinn sem fylgir tölvunni svo tölvan geti staðið lóðrétt.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑