Fréttir

Birt þann 8. október, 2020 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Spilum tölvuleiki á YouTube

Undanfarna daga hefur Sveinn Aðalsteinn verið að dusta rykið af gömlum tölvuleikjum og spilað vel valda leikjatitla. Hingað til hefur hann spilað leikina Mafia (2002), The Saboteur (2009), Star Wars: Republic Commando (2005) og Legendary (2008) og er hægt að nálgast upptökur af spilunum á YouTube-rás okkar. Aldrei er að vita nema fleiri leikir bætist við á næstunni!

Vilt þú að Sveinn spili einhvern ákveðinn tölvuleik? Sendu @Bumbuliuz þá línu á Twitter.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑