Menning

Birt þann 1. október, 2020 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Mario-bræður á Bíldshöfða

Krónan gaf starfsfólki sínu frjálsar hendur í framstillingu á vörum og hefur útkoman verið skemmtilegt líkt og sjá má á Facebook-síðu Krónunnar.

Tvær framstillingar vöktu þó sérstaka athygli. Í Krónunni Bíldshöfða er búið að endurraða Kristals-kössum þannig að þær mynda andlit Mario-bræðra, þeirra Mario og Luigi. Útkoman er skemmtileg og sérstaklega þar sem kassarnir ná að endurskapa gömlu góðu kubbagrafíkina frá gullárum NES leikjatölvu Nintendo.

Mynd af Mario-bræðrum á Bíldshöfða var deilt á Facebook-hópi Tölvuleikjasamfélagsins þar sem fjöldi tölvuleikjaspilara hrósa þessu framtaki og segir einn þeirra að „Vonandi fær starfsmaðurinn sömu viðbrögð frá yfirmönnum sínum og frá þessari grúppu.

Í Krónunni Akrabraut í Garðabæ hefur starfsfólk raðað goskössunum þannig að út kemur skjaldbakan Leonardo úr TMNT.

Við fengum leyfi hjá Krónunni til að birta myndir af þessum skemmtilegu útfærslum.

Krónan Bíldshöfða

Krónan Akrabraut
Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑