Allt annað

Birt þann 7. desember, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Jólagjafalisti nördans

Það getur verið erfitt að finna jólagjöf fyrir nördana – sérstaklega ef þú talar ekki klingonsku eða ert yfir höfuð alveg ókunnug(ur) nörda heiminum. Við hjá Nörd Norðursins höfum smalað saman gjafahugmyndum úr ýmsum áttum til að aðstoða ykkur við valið!

 

BÓKANÖRDIÐ


VÍSINDASKÁLDSÖGUR – Flestir nördar fæðast með áhuga á vísindaskáldskap. Í vísindaskáldskap má finna samblöndu af því helsta sem kætir okkur nördana; framtíðin, geimvísindi, geimverur, vélmenni, gervigreind, tímaflakk, geislabyssur, tækni, fjarhrif og aðrir yfirnáttúrulegir hlutir. Jóhann Þórsson fjallaði um fimm bestu vísindaskáldsögur allra tíma sem má nálgast hér.

ÆVINTÝRI TINNAMyndasögurnar um ævintýri Tinna eru löngu orðnar klassískar og henta ungum sem öldnum! Á sjöunda áratug síðustu aldar var auk þess gerð teiknimyndaröð byggð á ævintýrum Tinna og ein önnur teiknimyndaröð gefin út á níunda áratugnum í fínustu gæðum. Seinni teiknimyndaröðin spannar yfir 13 klukkutíma og fæst á litlar 3.000 kr. (£15 GBP) á vefverslun Amazon.co.uk – ekki slæmt!

 

TÖLVULEIKJANÖRDIÐ


SKYRIM – Skapaðu þína eigin persónu og ráfaðu um í opnum fantasíu heimi með sverð og skjöld að vopni og berstu við dreka við epískt undirspil. Þessi leikur er klárlega góður fyrir ævintýragjarna leikjanördið. Leikurinn kom út í nóvember og hefur fengið þvílíkt góða dóma, nánast sama hvert litið er. VARÚÐ! Sumir spilarar eiga auðvelt með að gleyma sér í þessum leik – ekki láta þér bregða þó þú sjáir nördið ekki í nokkra daga.

Hver er jólagjöf PlayStation 3 eigandans í ár?
Þú vilt án efa fá Uncharted 3 undir jólatréð þetta ár. Ekki er hann bara einn af stærstu leikjum ársins heldur einn af stærstu leikjum PS3 frá upphafi. Nate snýr aftur með frábæran söguþráð, frábæra spilun, geðveikan hasar og skemmtilega fjölspilun. Stórglæsilegur pakki og eitt af sterkustu framhöldum sem sést hafa í tölvuleikjabransanum.
– Sigurjón, ritstjóri PSX.is og leikjagagnrýnandi Séð og Heyrt.

LA NOIRE – Það er árið 1947 og hrottalegt morð hefur verið framið í borg englanna, Los Angeles, þar sem glamúr, frægð og frami lifir góðu lífi – auk spillingar og skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögreglumaður að nafni Cole Phelps er að ganga um götur borgarinnar þegar hann heyrir skyndilega skothvelli og öskur. Cole hleypur í átt að hljóðinu og kemur að blóðugu líki liggjandi á gangstéttinni. Fórnarlambið hefur verið skotið til bana og morðinginn er á bak og burt. Hver skýtur mann um hábjartan dag í miðri stórborg? Og hvers vegna? Nú er tími til kominn að setja á sig rannsóknarlögregluhattinn, því það er þitt að leysa málið.
Lestu gagnrýnina.

PORTAL 2Portal 2 hentar þeim sem hafa áhuga á þrautum. Þrautirnar eru kryddaðar með góðri sögu, framúrskarandi persónusköpun og talsetningu og góðum húmor er svo hellt yfir allt saman. Þessi leikur er fullorðins og fær spilarann til að klóra sér í hausnum.
Lestu gagnrýnina.

Hver er jólagjöf tölvuleikjaspilarans í ár?
Það sem er efst á óskalistanum hjá mér þessi jólin er nýja þráðlausa headsettið frá Sony.  Ég bind miklar vonir að 7.1 sándið í því sem á að vera sérhannað fyrir leikjaspilun nái að gera mig að betri Battlefield 3 spilara.  Ástandið getur allavega ekki versnað 🙂
– Ólafur í GameTíví.

FIFA 12 – Ef leikjanördið hefur áhuga á fótboltaleikjum er FIFA 12 klárlega málið. Hafðu þó í huga að margir sem spila Pro Evolution Soccer fótboltaleikjaseríuna líta ekki við FIFA leikjaseríunni og því er einnig öfugt farið. FIFA 12 heillaði okkur upp úr takkaskónum!
Lestu gagnrýnina.

BATMAN: ARKHAM CITY – Leikur sem enginn má láta framhjá sér fara! Frábært umhverfi og frábær spilun sem inniheldur alvöru Batman fíling. Þetta er leikur sem hægt er að hoppa í, hvort sem er í fimmtán mínútur eða marga klukkutíma í einu. Spilarinn ræður hvernig hann spilar leikinn – hann getur læðst í gegnum hann og tekið einn og einn óvin út í einu eða fengið útrás og ráðist á alla í einu.
Lestu gagnrýnina.

Hver er jólagjöf Xbox 360 eigandans í ár?
Fyrir Xbox fjölskylduna er það Kinect. Fyrir Xbox Live skotleikjanördann er það Turtle Beach Ear Force PX5.
– Örvar (xDOT COMx), eigandi Xbox360.is.

INDÍ LEIKIR – Fyrir leikjanördið sem er komið með leið á þessum endalausum stórleikjum sem líta allir eins út og spilast á mjög svipaðan hátt eru indí leikir málið. Indí leikir eru leikir sem eru gerðir af litlum leikjafyrirtækjum sem eru oft óhrædd við að prófa nýja hluti. Það er t.d. hægt að gefa PC eigendum indí leiki sem gjöf á Steam, eða sem gjöf á Xbox 360.Það er haugur af góðum indí leikjum til. Við getum m.a. mælt með Blocks That Matter, Techno Kitten Adventure, PewPewPewPewPewPewPewPewPew, Limbo, Minecraft og DLC Quest.
– Athugið að margir indí leikir eru mun styttri en flestir hefðbundnir leikir.

EITTHVAÐ GAMALT OG GOTT (OG ÓDÝRT) – Kíktu í Geisladiskabúð Valda eða Góða hirðinn og græjaðu fínustu retró gjafir sem kemur nördanum í nostalgíugírinn fyrir klink. Þú getur mögulega fundið gömlu gráu Nintendo tölvuna (NES), GameBoy eða einhverja aðra (gleymda) gullmola.

 

KVIKMYNDANÖRDIÐ

Kvikmyndir um tímaflakk og vísindaskáldskap eru klassískar meðal nörda og svo má ekki gleyma hryllingsmyndum sem og ævintýramyndum!

 

SPILANÖRDIÐ

KHET 2.0 LASER GAME – Khet er einskonar skák … MEÐ LEISER! Þetta tveggja manna spil gengur út á að beina rauðum leiser á „kóng“andstæðingsins með því að færa til leikmenn með speglum. Hér er stutt kynningarmyndband á þessum snilldar leik:

MUNCHKIN– Hefur þig einhvern tíman langað til þess að spila spil þar sem þú getur verið stökkbreyttur vampírukúreki sem kann Kung-Fu? Eða kannski göldróttur vélrænn geimálfur? Þá er Munchkin spil fyrir þig! Munchkin er kortaspil sem gerir létt grín að hlutverkaspilum, bíómyndum, bókum og almennri poppmenningu.
Lestu umfjöllunina.

ZOMBIES!!! ZOMBIES!!! er stórskemmtilegt borðspil fyrir þá sem eru að missa sig í uppvakninga-æðinu sem hefur riðið yfir síðastliðin ár. Spilið kom út árið 2001 og geta 2-6 leikmenn spilað í einu. Markmið spilsins er að koma leikmanni í gegnum borg fulla af uppvakningum og annað hvort flýja með því að komast að þyrlupalli, eða drepa 25 uppvakninga. Tíu ár eru liðin síðan spilið kom út og síðan þá hafa tíu aukapakkar verið gefnir út.
Lestu umfjöllunina.

 

TÍSKUNÖRDIÐ


CYBERDOG – Sagan segir að geim Chihuahua að nafni Chi Chi hafi hrapað til jarðar seint á síðustu öld og tekið eftir því hversu leiðinleg og ófjölbreytt tískan var. Í kjölfarið bjó Chi Chi vörumerkið Cyberdog til sem samastendur af framtíðartísku og björtum litum. Cyberdog búðin er í London (Camden Town) og víðar í Bretlandi, en auk þess er hægt að versla í gegnum heimasíðuna þeirra; Cyberdog.net.

 Nokkrar handahófskenndar jólagjafahugmyndir frá Facebook vinum okkar!

TÆKNINÖRDIÐ

Kindle, snjallsími og spjaldtölva eru klárlega hlutir sem myndu gleðja tækninördið. Kindle fæst fyrir lítil 89 pund um þessar mundir á flestum breskum netverslunum. Á snjallsíma- og spjaldtölvumarkaðnum er valið fyrst og fremst á milli tækja frá Apple og Android tæki.

 

HANDA NÖRDANUM SEM Á ALLT!

Það er til fjöldin allur af vefsíðum sem selja hluti sem þú hefur engin not fyrir en langar samt að eiga. Þær tvær sem bjóða upp á ansi öflugt úrval af áhugaverðum nörda hlutum – ThinkGeek.com og IWantOneOfThose.com.

BÞJ

Forsíðumynd: Technabob

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑