Bíó og TV

Birt þann 30. október, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

3

15 hrekkjavöku myndir

Hrekkjavaka er á næsta leiti og þá er um að gera að skella nokkrum hryllingsmyndum í tækið. Hér er listi yfir nokkrar góðar sem ég get mælt með fyrir hrekkjavökuna!

 

[Rec] (2007)

Hollywood myndin Quarantine (2008) er byggð á þessari spænsku snilld (forðist eftirlíkingar!). Í [Rec] er töluð spænska en ekki láta það fæla ykkur frá því að horfa á myndina – spænska útgáfan er svo miiiiiklu betri en Hollywood útgáfan!
Íbúar í blokk sýkjast af óþekktri veiru og fáum við að fylgjast með sjónvarpsfréttakonu og myndatökumanni hennar sem fylgja neyðarkalli í kjölfar sýkinganna og kvikmynda það sem koma skal! ÚÚÚúúúúú!

 

Blair Witch Project (1999)


Myndin fjallar um ungt fólk sem rannsakar goðsögnina á bak við Blair nornina. Kvikmyndataka myndarinnar er í takt við óklippta útgáfu af heimagerðri heimildarmynd og er útkoman mjög vel heppnuð – og fjári ódýr – hrollvekja!

 

Dawn of the Dead (1978/2004)


Ef uppvakningar myndu ráðast á okkur mannfólkið hér og nú, hvert myndiru flýja? Margir myndu segja; í verslunarmiðstöð! Í Dawn of the Dead flýr einmitt hópur af eftirlifendum í verslunarmiðstöð og verst þaðan árásum uppvakninga. Myndin er full af splatstick húmor (sem er samblanda slapstick og splatter), bláum uppvakningum og epískum setningum á borð við; When there’s no more room in hell, the dead will walk the earth.
Ef þú ert hrifinn af uppvakningamyndum George A. Romeros og hægfara uppvakningum mæli ég með því að þú horfir á upprunalegu útgáfu myndarinnar frá 1978. En ef þú vilt fleiri sprengingar, meiri hasar og hraðari uppvakninga mæli ég með 2004 útgáfunni.

 

Edward Scissorhands (1990)


Þessi mynd er bara alltof góð. Myndin er falleg, ljót, fyndin, hryllileg og dramatísk. Áhorfandinn fær að fylgjast með persónunni Edward Scissorhands (leikinn af Johnny Depp) sem hefur skæri í stað fingra.

 

Killer Klowns from Outer Space (1988)


Trúðarnir úr geimnum eru komnir til jarðar og ætla að drepa okkur!! Þessi mynd er svo kjánaleg að það er æðislegt!

 

Night of the Living Dead (1968)


Klassík frá meistaranum George A. Romero. Þessi mynd lagði línurnar fyrir uppvakningamyndir framtíðarinnar, þar sem uppvakningar eru hægfara, heiladauðir og drepnir með þungu höggi eða byssukúlu í höfuðið. Myndin er svart-hvít og kostaði lítinn pening á sínum tíma. Ef þú hefur ekki séð þessa sígildu költ mynd þá er tími til kominn!

 

Shaun of the Dead (2004)


Ein fyndnasta uppvakningamynd sem gerð hefur verið með Simon Pegg og Nick Frost í aðalhlutverki.

 

The Addams Family (1991)


Klassík frá níunda áratugnum. Saklaus, létt og skemmtileg hryllingsmynd fyrir fjölskylduna og aðdáendur níunda áratugarins. Meðal leikara eru Christina Ricci og Christopher Lloyd.

 

The Descent (2005)


AGHH! Mér líður óþæginlega að tala um þessa mynd. Ef þú hefur ekki séð hana, reddaðu þér eintaki af henni, skelltu á þig bleyju, slökktu ljósin, kveiktu á myndinni, og skíttu á þig af hræðslu!

 

The Evil Dead (1981)


Bruce Campbell. Punktur!

 

The Exorcist (1973)


Áhorfandinn fær að fylgjast með ungri stúlku sem er andsetinn. Nóg af óþægilegum, truflandi og hreint út sagt ógeðslegum atriðum. Ég mæli með að horfa á þessa frekar á vídjóspólu í stað DVD eða BluRay, suðið sem fylgir gömlu vídjóspólunum gefur myndinni enn drungalegri blæ.

 

The Frighteners (1996)


Ég elska Michael J. Fox! Þessi mynd ásamt Back To The Future seríunni eru án efa mínar uppáhaldsmyndir með þessum smávaxna snillingi. Michael leikur mann sem sér yfirnáttúrulega hluti sem aðrir sjá ekki. Sífelt fleiri bæjarbúar eru að deyja af óþekktum ástæðum sem Michael blandast í vegna „hæfileika“ sinna. Myndin er á léttari nótunum en á sína drungalegu parta.

 

The Nightmare Before Christmas (1993)


Ein af mínum uppáhalds hrekkjavöku/jólamyndum! Nóg af skemmtilega skrifaðri sögu, kómískum söngatriðum og drungalega og dökka stíl Tim Burtons.

 

The Ring (2002)


Er þessi ekki löngu orðin klassísk? Ég held það. Sumir mæla frekar með upprunalegu japönsku útgáfunni af myndinni – ég mæli með þeim báðum.

 

The Shining (1980)


Ein besta mynd leikstjórans Stanley Kubricks og leikarans Jack Nicholson. Myndin er sálfræði hryllingsmynd eins og þær gerast bestar. Myndin byrjar hægt og rólega en Kubrick nær að byggja hana drungalega og truflandi upp því lengra sem líður á hana. VARÚÐ: Stephen King (höfundur The Shining bókarinnar) leikstýrði sjálfur útgáfu af myndinni frá árinu 1997 (hann var víst ekkert alltof ánægður með útgáfu Kubricks – say whaaaaaa?). Sú útgáfa er hræðileg, trúið mér, látið hana eiga sig.

 

Fleiri góðar fyrir hrekkjavöku

Coraline, Corpse Bride, Dracula, Fido, Friday the 13th, Halloween, Hellraiser, Hocus Pocus, IT, The Texas Chainsaw Massacre og Rocky Horror Picture Show.

Bjarki Þór Jónsson

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn3 Responses to 15 hrekkjavöku myndir

Skildu eftir svar

Efst upp ↑