Fréttir

Birt þann 27. febrúar, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Fræðslukvöld um konur í tækni og tölvuleikjum

TÍK, Tölvuleikjasamfélag íslenzkra kvenna, heldur fræðslukvöld í kvöld í samstarfi Vodafone og Arena um konur í tækni og tölvuleikjum. Rætt verður um stelpur í rafíþróttir, ímynd á stelpum sem spila tölvuleiki, kynjamisrétti í rafíþróttum og þær áskoranir sem bíða kvenna í tækni- og leikjaiðnaðinum.

Meðal fyrirlesarar eru þær Eva Margrét, formaður Rafíþróttasambands Íslands, Melína Kolka, stofnandi TÍK og Helga Sóllilja, hljóðhönnuður hjá Myrkur Games.

Öllum er velkomið að mæta og verður frír spilatími fyrir þá fyrstu sem mæta ásamt gjafapokum með vörum frá TÍK, IDÉ House of Brands og Vodafone. Gleðistund (happy hour) hefst kl. 17 og verður út kvöldið.

Fræðslukvöldið verður haldið miðvikudaginn 27. febrúar kl. 18:30 í Arena – Smelltu hér til að skoða viðburðinn á Facebook.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑