Menning

Birt þann 4. október, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Ape Out tölvuleikjatónleikar í Mengi í kvöld

… tölvuleikurinn Ape Out (2019) verður spilaður með undirspili frá djasstónlistarmönnunum Tuma Árnasyni og Höskuldi Eiríkssyni.

Í tónlistarhúsinu Mengi (Óðinsgötu 2 í Reykjavík) verða haldnir tónleikar í kvöld þar sem tölvuleikurinn Ape Out (2019) verður spilaður með undirspili frá djasstónlistarmönnunum Tuma Árnasyni (saxófón) og Höskuldi Eiríkssyni (slagverk). Sigursteinn J. Gunnarsson mun sjá um að spila tölvuleikinn fyrir framan áhorfendur en í leiknum er fylgst með flóttasögu górillu í hefndarhug. Tónlistarmenn munu deila sviðinu með tölvuleiknum og endurskapa tónlist og hljóð leiksins.

Það er listamannahópurinn Isle of Games sem stendur fyrir sýningunni og hefur hópurinn það að markmiði að finna nýja áhorfendur og ný umhverfi fyrir tölvuleiki og stórfjölskyldu miðilsins. Hægt er að sjá brot frá eldri Ape Out tónleikum sem haldnir voru í Iðnó fyrr á þessu ári hér fyrir neðan.

Húsið opnar kl. 20:30 í kvöld og leikurinn hefst kl. 21:00.
Miðaverð er 2.000 kr.

Skoða viðburðinn á Facebook

Mynd: Isle of Games, Ape Out

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑