Fréttir

Birt þann 16. maí, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Isle of Games – Dagur leikja og lista í IÐNÓ 19. maí

Isle of Games er leikjahátíð sem haldin verður í IÐNÓ laugardaginn 19. maí næstkomandi. Á bak við hátíðinu stendur fjölbreyttur hópur af fag- og áhugafólki um listir, tölvuleiki og menningarlegt gildi þeirra. Á hátíðinni þar sem horft verður til „menningarlegu gildi tölvuleikja og nánu sambandi þeirra við hinn sjónræna listaheim“ líkt og fram kemur á Facebook-síðu viðburðarins.

Á sýningunni verða sýndir tölvuleikir eftir íslenska og alþjóðlega listamenn og um kvöldið verður boðið upp á lifandi tónlist sem spiluð verður yfir lifandi tölvuleikjum. Þar mun ÍRiiS meðal annars spila tónlist yfir ABZU, sem er gullfallegur og litríkur kafaraleikur.

Hátíðin opnar kl. 13:00 og stendur yfir til kl 01:00 og hefjast tónleikarnir kl. 20:00. Hægt er að sjá lista yfir leiki og listamenn á plakati hátíðarinnar sem er að finna hér fyrir neðan.

Ókeypis er inn á hátíðina og er fólk á öllum aldri hvatt til að koma og spila.

Hægt er að hlusta á skemmtilegt viðtal við tölvuleikjahönnuðinn Sigurstein J. Gunnarsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, í útvarpsþættinum Lestin sem hægt er að nálgast hér í Sarpinum (viðtalið hefst 08:45).

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑