Tækni

Birt þann 17. ágúst, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

Periscope: Umhverfis jörðina á sjö dögum

Undanfarna sjö daga hef ég verið að nota Periscope appið meira en áður í þeim tilgangi að skoða möguleika þess og fjölbreytileika. Fyrir þá sem ekki vita þá er Periscope nýlegt app frá Twitter sem gerir notendum kleift að nota snjalltækin sín til að streyma beinni útsendingu af því sem þau vilja sýna. Þannig geta notendur Periscope deilt efni sín á milli í beinni, fljótt og auðveldlega.

En hvað lærði ég á þessum sjö dögum á Periscope og hvað stóð upp úr?

HÖFRUNGUR, FERGUSON MÓTMÆLI OG DJAMM í 101

Á þessum sjö dögum er ótrúlega margt sem stóð upp úr þar sem sumt þykir merkilegra en annað. Hvar á maður eiginlega að byrja!?

Ég heilsaði upp á norskan afgreiðslumann á næturvakt sem tók eftirminnilegt air drum sóló. Ég sá sólarupprás á Þingvöllum frá sjónarhorni túristans. Ég kíkti á brot úr VIP túr um Colosseum í Róm. Ég fékk rappara í Bandaríkjunum til að rappa um eiginkonu mína (say whaaaat). Ég fékk mér tebolla með vinalegum manni í Tókýó. Ég gekk um stræti Hong Kong. Ég stoppaði stutt við á strönd á Havaí. Ég kíkti á pöbb í London og ræddi um kvikmyndir. Ég fylgdist með trúuðu fólki tala og fræða aðra um guðina sína (einn þeirra fór jafnframt með bænir fyrir þá sem vildu).

Allt að gerast! Kindur í Nýja Sjálandi og höfrungur í Bandaríkjunum.

Allt að gerast! Kindur á Nýja Sjálandi og höfrungur á strönd í Bandaríkjunum.

Ég hlustaði á samkynhneigðan Bandaríkjamann tala opinskátt um kynhneigð sína og svaraði spurningum frá áhorfendum. Ég fylgdist með konu baka pönnukökur. Ég fylgdist með Ferguson mótmælunum í Bandaríkjunum með augum tveggja mótmælanda. Ég fylgdist með Gamescom. Ég kíkti stuttlega á fíla í Saigon dýragarðinum í Víetnam. Ég fylgdist með bónda á Nýja Sjálandi reka kindur sínar með aðstoð fjárhunds (VÁ hvað Nýja Sjáland er fallegt!). Ég óskaði indversku pari til hamingju með giftinguna og sá brot af brúðkaupi þeirra.

Ég sá fótbrotna konu fara á fæðingardeildina á meðan maðurinn lýsti öllu því sem var að gerast í miklum spenningi fyrir áhorfendum. Ég fylgdist með spurt og svarað lotu þar sem barnabarnið fékk 87 ára gamla ömmu sína til að svara spurningum frá áhorfendum. Ég fylgdist með fólki keyra um Dubai. Ég sá þegar höfrungi var bjargað af strönd í Bandaríkjunum. Ég fór í göngutúr með nokkrum hundum víðs vegar um heiminn. Ég lærði að blab.im er síða sem gerir notendum kleift að streyma saman í hópi (sniðugt). Ég renndi mér niður fjallsbrekku á snjóbretti í Ástralíu. Ég horfði á sólsetrið í París með ótrúlega flottu útsýni.

Ég fylgdist með heimsmeistarakeppni í nammiáti í Los Angeles. Ég fylgdist með nokkrum snillingum spila Dungeons and Dragons. Ég kíkti á djammið í miðbæ Reykjavíkur. Ég sá brot af flugeldasýningu í Disneylandi.

Ég fylgdist með heimsmeistarakeppni í nammiáti í Los Angeles. Ég fylgdist með nokkrum snillingum spila Dungeons and Dragons. Ég kíkti á djammið í miðbæ Reykjavíkur. Ég sá brot af flugeldasýningu í Disneylandi. Ég tók eftir því að Bree Olsen er áberandi stjarna á Periscope. Ég kíkti á nokkra tónleika í Evrópu og Bandaríkjunum (sá meðal annars Foo Fighters spila í Calgary í Kanada). Ég hlustaði á Ice Cube og fleiri tala um kvikmyndina Straight Outta Compton. Og síðast en ekki síst fékk ég tækifæri til að sjá, heyra og spjalla við aðra Periscope notendur frá öllum heimsálfum.

Og þetta er aðeins brot af því sem ég upplifði á Periscope. Þetta app er hreint út sagt magnað og möguleikar þess ótrúlegir!

AÐ SÆKJA PERISCOPE

Periscope er app sem hægt er að sækja á App Store fyrir iOS tæki og á Google Play fyrir Android tæki. Eftir að þú opnar appið þarftu að búa til Periscope reikning. Þú gerir það með því að tengja Periscope reikninginn við símanúmerið þitt eða við Twitter aðganginn þinn.

AÐ FINNA EFNI OG ELTA AÐRA

Á Periscope er erfitt að leita að einhverju ákveðnu efni þar sem allir eru að sýna handahófskennda hluti í beinni útsendingu og efnið lítið sem ekkert flokkað. Það fer allt eftir stað og stund hvort þú finnir eitthvað spennandi, en í lang flestum tilfellum er eitthvað spennandi að sjá. Til að finna efni getur þú skoðað lista sem Periscope setur upp fyrir þig og endurnýjast á nokkurra sekúnda fresti, eða skoðað heimskort (sem var upphaflega eingöngu fyrir iOS en með nýlegri uppfærslu er heimskortið líka komið á Android). Á heimskortinu sérðu rauða punkta þaðan sem verið er að streyma. Flestir eru frá Bandaríkjunum, Evrópu, S-Ameríku og Mið-Austurlöndum (fyrst og fremst frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum). Nokkur fjöldi er frá Ástralíu, Japan og Havaí og svo blossa upp rauðir punktar af og til á Alaska, Asíu og Afríku. Heimskortið er gott að nota ef þú vilt skoða Periscope streymi frá ákveðnum stöðum, en listinn er fljótlegri leið til að finna vinsælustu streymin hverju sinni.

Hægt er að stækka og minnka heimskortið til að sjá úr hvaða borg Periscope-arinn er að streyma.

Hægt er að stækka og minnka heimskortið til að sjá úr hvaða borg Periscope-arinn er að streyma.

Fyrstu 100 notendur sem mæta á streymi geta kommentað í beinni á meðan aðrir geta einungis fylgst með því sem er að gerast á skjánum. Hjörtun skipta miklu máli fyrir suma, en með því að smella á skjáinn gefur þú viðkomandi eitt hjarta, sem er svipað og like-ið á Facebook, nema þú getur gefið fólki eins mörg hjörtu og þú vilt. Hjörtun safnast saman og sést á prófíl hvers og eins Periscope notanda hversu mörg hjörtu viðkomandi hefur fengið frá öðrum.

Líkt og á Twitter getur þú elt aðra Periscope notendur og aðrir Periscope notendur geta elt þig. Hægt er að elta frægt fólk, fyrirtæki og einstaklinga. Fræga fólkið og fyrirtækin eru aðeins meira í því að ræða um vörur og vinnu (þó það sé alls ekki algild regla) á meðan aðrir notendur sýna brot úr sínu daglega lífi eða einhverju öðru (ó)merkilegu sem þau sjá.

Líkt og á Twitter getur þú elt aðra Periscope notendur og aðrir Periscope notendur geta elt þig. Hægt er að elta frægt fólk, fyrirtæki og einstaklinga. Fræga fólkið og fyrirtækin eru aðeins meira í því að ræða um vörur og vinnu (þó það sé alls ekki algild regla) á meðan aðrir notendur sýna brot úr sínu daglega lífi eða einhverju öðru (ó)merkilegu sem þau sjá. Periscope stingur upp á fólki og fyrirtækjum til að elta en þú getur einnig leitað að vinum. Maður rekst frekar sjaldan á streymi frá Íslandi og ef þú vilt fylgjast með íslenskum notendum þá mæli ég með að elta Nadiu Semichat og og Arnór Bogason sem virðast vera nokkuð aktív á Perscope. Hægt er að finna marga fleiri á Periscope, þar á meðal: Nintendo of America, gamescom, Chet Faliszek, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Seth Green, Eli Roth, Science Museum í London, Ellen Degeneres, Tim Schafer, Marques Brownlee, William Shatner, Comedy Central, Nerdist.com, Twin Galaxies, Kjarninn, Jimmy Fallon, BBC Click, Xbox, PlayStation, Markus Persson, Stephen Fry, E3, Of Monsters and Men, Rooster Teeth, Nick Frost og síðast en ekki síst – Nörd Norðursins!

Um leið og manneskja sem þú eltir byrjar að streyma heyrir þú vinalegt flaut í símanum þinn og skilaboð um að viðkomandi sé að streyma. Einfalt og þægilegt.

Um 2 milljónir virkra notenda eru á Periscope. [https://medium.com/@periscope/periscope-by-the-numbers-6b23dc6a1704]

Um 2 milljónir virkra notenda eru á Periscope. [@periscope]

Periscope samfélagið stækkar hratt. Þann 12. ágúst tilkynnti Periscope að yfir 10 milljón Periscope reikningar hafa verið stofnaðir á þessum stutta tíma sem appið hefur verið í fáanlegt, en það fór í loftið 26. mars á þessu ári.

AÐ BIRTA EFNI

Það er auðvelt að byrja að streyma efni sjálfur. Þú einfaldlega smellir á takkann með myndavélinni og skrifar inn nafnið á straumnum þínum. Hægt er að stilla Periscope þannig að allt sem þú sýnir í beinni vistast sjálfkrafa inná snjalltækið þitt. Einnig er hægt að stilla hvort upptakan af útsendingunni verði aðgengileg öðrum á Periscope í 24 klukkustundir eða hvort hún hverfi samstundis. Ég prófaði þetta á Nexus útsölunni í júlí og þetta var auðvelt og fljótlegt í framkvæmd.

Hægt er að velja á milli þessi að streyma á lokuðu svæði eða streyma þar sem allir aðrir á Periscope geta kíkt á útsendinguna þína.

VARIÐ YKKUR Á HÁLFVITUNUM!

Yfir höfuð virðast fleistir vera kurteisir á Periscope en líkt og á öðrum samfélagsmiðlum eru alltaf einhverjir hálfvitar til staðar sem lifa á því að níðast á öðrum eða trölla. Það er nokkuð um perverta á þessu sem gera ekki annað en að hvetja kvenkyns Periscope notendur til að fækka fötum eða sýna ákveðna líkamsparta. Periscope notendur geta þó blokkað slíka hálfvita, sem er mikill kostur. Þar sem af og til er birt efni sem er ekki ætlað börnum (þar á meðal nekt og blótsyrði) þá er Periscope ekki staður fyrir börn, nema mögulega undir leiðsögn fullorðinna. Einnig eru til hálfvitar sem geta auðveldlega sært viðkvæmar sálir svo ég mæli ekki með Periscope fyrir yngra fólkið.

FACEBOOK FYLGIR EFTIR

Facebook hefur ákveðið að bjóða upp á svipaða þjónustu, þ.e.a.s. að gera notendum kleift að streyma beint í gegnum Facebook. Þessi möguleiki er mjög takmarkaður enn sem komið er þar sem aðeins útvaldir hafa fengið aðgang að þessum möguleika, fyrst og fremst þekktar stjörnur sem eru með stóran hóp fylgjenda á Facebook. Dwayne The Rock Johnson og Ricky Gervais hafa meðal annars verið að nota þetta á Facebook.

Ricky_Gervais_Live_FB

Skjáskot af Facebook síðu Ricky Gervais.

 

TL;DR: PERISCOPE ER MAGNAÐ!

periscope-merkiPeriscope upplifunin er mögnuð og ólýsanleg og eina leiðin til að skilja hversu magnað þetta app er er með því að prófa það sjálfur. Ég mæli hiklaust með því að þú sækir þetta app, ferðist um heiminn og kynnist nýju fólki. Kæmi mér ekki á óvart að þarna eigi eftir að birtast nýjar stjörnur (líkt og á YouTube, Snapchat og Vine) og að miðlar eigi eftir að nota appið í auknum mæli á komandi mánuðum. Það sem heillaði mig þó mest við appið var að sjá þessi stuttu brot úr hversdagslegu lífi annara víðs vegar um heiminn.

Forsíðumynd: Periscope.tv

Bjarki Þór Jónsson

 

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑