Greinar

Birt þann 18. október, 2021 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

SSD uppsetning í samstarfi við Tölvutek

Fyrir stuttu birtum við hérna á Nörd Norðursins grein um SSD diska fyrir PlayStation 5, framboð þeirra og verðlag hér á landi. Það er klárlega eina vitið eftir slíka grein að skella í myndband sem sýnir hvernig á að bæta geymsluplássi við PS5.

Við nutum góðrar aðstoðar verslunarinnar Tölvutek í Mörkinni í Reykjavík. Fyrirtækið studdi okkur með góðum díl á ofur hröðum 1 TB AORUS 7000s Nvme Gen 4 disk sem stenst allar kröfur Sony og er með vel hannaðri innbyggðri kæliplötu.

Þessi uppsetning virkar bæði fyrir PlayStation 5 með og án geisladrifs.

Hérna fyrir neðan má sjá stutt myndband sem við gerðum og sýnir hvernig diskurinn er settur upp í PlayStation 5 og síðan stilltur til að byrja að nota undir leikina.

Skrúfan sem fylgir með PS5 í SSD raufinni gæti undir vissum kringustæðum verið pínu leiðinleg að eiga við. Svo við mælum með að flýta sér ekki mikið að losa hana í fyrsta skiptið.

A.T.H. Við viljum þó taka fram að það er ábyrgð hvers og eins að fylgja þessum leiðbeiningum. Nörd Norðursins ber enga ábyrgð á PS5 tölvunni, harða disknum eða öðru með neinum hætti.

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑