Fréttir

Birt þann 17. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3 2015: Allt það helsta frá Sony

Sony kynnti það sem er væntanlegt frá þeim á komandi mánuðum á kynningu sinni fyrir E3 tölvuleikjasýninguna. Nokkrar fréttir komu skemmtilega á óvart og má það helst nefnan að endurgerð á Final Fantasy 7, einum vinsælasta Final Fantasy leik allra tíma, Shenmue 3 og að The Last Guardian hefur verið endurlífgaður.

 

The Last Guardian rís upp frá dauðum

Sony byrjaði kynninguna sína fyrir E3 tölvuleikjasýninguna á því að kynna tölvuleik sem hefur lengi legið í dvala; The Last Guardian. Það er snillingurinn Fumito Ueda sem hefur umsjón yfir leiknum en hann er hvað þekktastur fyrir Ico og Shadow of the Colossus. The Last Guardian er væntanlegur árið 2016 á PlayStation 4.
Nánar >>

 

Uncharted 4 sýnishorn

Nýr Uncharted leikur var kynntur á kynningarfundi Sony fyrir E3. Uncharted 4: A Thief’s End er væntanlegur á PlayStation 4 árið 2016.
Nánar >>

 

Íslenskt efni væntanlegt á Project Morpheus

Meðal þess sem er væntanlegt á Sony Morpheus er The Deep og skotleikurinn RIGS þar sem verður hægt að keppa í þrír á móti þremur PvP skotbardögum. Geimskotleikurinn EVE: Valkyrie frá íslenska leikjafyrirtækinu CCP er einnig væntanlegur fyrir Morpheus á PS4 auk Godling frá Sólfar, nýju íslensku leikjafyrirtæki.
Nánar >>

 

Final Fantasy 7 endurgerð væntanleg á PlayStation 4

Sony tilkynnti að endurgerð á Final Fantasy 7 væri í vinnslu og verður leikurinn fyrst aðgengilegur á PS4 leikjatölvuna.
Nánar >>

 

Shenmue 3 fjármagnaður í gegnum Kickstarter

Á kynningarfundi Sony var tilkynnt að Yu Suzuki, höfundur Shenmu leikjanna, hefði hrint af stað Kickstarter fjármögnun fyrir Shenmue 3 á PC og PS4. Leikurinn mun vera beint framhald af Shenmue og Shenmue 2 og verður notast við Unreal 4 leikjavélinna við gerð leiksins.
Nánar >>

 

Horizon: Zero Dawn sýnishorn

Horizon: Zero Dawn er nýr leikur frá Guerrilla Games þar sem fornöld mætir tækniöld á ansi áhugaverðan hátt. Leikurinn lýtur mjög vel út og verður spennandi fylgjast með þessum.
Nánar >>

 

Star Wars Battlefront sýnishorn

Hér sjáum við sýnishorn úr „Survival mode“ í leiknum.

 

Heimurinn í No Man’s Sky er MJÖG stór

Eins og Sean Murray hjá Hello Games sýndi okkur á kynningarfundi Sony fyrir E3, þá er No Man’s Sky leikurinn ótrúlega stór! Í leiknum getur spilarinn flogið um geiminn, kannað plánetur, stundað viðskipti, tekið þátt í geimorrustum og margt fleira.
Nánar >>

 

Hitman sýnishorn

 

Street Fighter V sýnishorn

 

Dreams

Dreams frá Media Molecule (LittleBigPlanet) er mjög svo óhefðbundinn leikur sem er einskonar samblanda af tölvuleik og lifandi listaverki. Í Dreams eiga spilarar eftir að flakka milli ólíkra heima, líkt og í draumum. Spilarar geta skapað sýna eigin drauma og deilt þeim svo með öðrum.

 

World of Final Fantasy sýnishorn

Leikurinn er væntanlegur á PS4 og PS Vita árið 2016.

 

Firewatch sýnishorn

 

Call of Duty: Black Ops III

Langt sýnishorn úr nýjata CoD leiknum, Call of Duty: Black Ops III, var frumsýnt á kynningarfundinum.
Nánar >>

 

Star Wars mættir í Infinity

Star Wars fígúrur munu bætast við Infinity heiminn með Infinity v. 3.0

 

Höfundur er
Bjarki Þór Jónsson

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑