Bíó og TV

Birt þann 4. desember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Þriðja sería af Sherlock hefst 1. janúar 2014

Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur tilkynnt að þriðja sería af Sherlock hefst 1. janúar 2014 á BBC One. Líkbíl var keyrt um London með blómaskreytingum sem myndaði setninguna „Sherlock 01 01 14 og hashtagginu #sherlocklives.

 

 

Fyrsti þátturinn ber heitið „The Empty Hearse“ og verður sýndur 1. janúar. Annar þáttur, „The Sign Of Three“, verður sýnur aðeins fjórum dögum síðar, eða sunnudaginn 5. janúar, og þriðji og síðasti þátturinn, „His Last Vow“, verður sýndir sunnudaginn 12. janúar.

Sherlock þættirnir hófu göngu sína árið 2010 og fer Benedict Cumberbatch með hlutverk Sherlock Holmes og Martin Freeman fer með hlutverk Dr. John Watson. Til gamans má geta þá enduðu þættirnir á topplista Nörd Norðursins yfir það besta í bresku sjónvarpi árið 2012.

-BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑