Fréttir
Birt þann 4. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Xbox One kemur í verslanir 22. nóvember
Microsoft hefur staðfest að Xbox One kemur í verslanir í 13 löndum þann 22. nóvember næstkomandi, viku á undan PS4. Löndin 13 sem fá tölvuna á útgáfudegi eru sem áður: Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Brasilía, Bretland, Frakkland, Írland, Ítalía, Kanada, Mexíkó, Nýja Sjáland, Spánn og Þýskaland. Xbox One kemur ekki fyrr en eftir áramót til annarra landa, þ.á.m. til Rússlands og Norðurlandanna.
Ekki er gert ráð fyrir að PS4 og Xbox One komi í íslenskar verslanir fyrr en árið 2014.