Fréttir

Birt þann 29. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Útgáfu PS4 og Xbox One seinkar á Íslandi

Ólafur Þór Jóelsson, deildastjóri tölvuleikjadeildar Senu og annar þáttastjórnandi Morgunþáttarins Mario á FM957, var staddur á Gamescom í Þýskalandi í síðustu viku. Ólafur sagði í þættinum að PlayStation 4 leikjatölvan myndi ekki koma til Íslands fyrr en snemma á næsta ári, en almennur útgáfudagur í Evrópu er 29. nóvember 2013.

PSN Store er einnig mögulega væntanleg til Íslands snemma árið 2014.

Ólafur bætti því við að trúlega myndi Xbox One koma í íslenskar verslanir eftir PS4, jafnvel ekki fyrr en um sumarið eða haustið 2014, en Microsoft seinkaði nýlega útgáfudegi Xbox One í átta löndum. Ekki er öll von úti þar sem enn kemur til greina að íslenskar verslanir finni sínar eigin leiðir til að bjóða viðskiptavinum sínum upp á nokkur eintök af leikjatölvunum um næstu jól.

Nú þegar hafa margir íslenskir neytendur ákveðið að snúa sér að bresku Amazon vefversluninni þar sem leikjatölvurnar verða fáanlegar á tilsettum útgáfudögum.

Heimild: Morgunþátturinn Mario

Bætt við 29. ágúst 2013 kl. 16:27

Seinkunina má rekja til mikillar eftirspurnar á PlayStation 4 og má reikna með að stór hluti af fyrstu sendingu af PS4 hafi nú þegar verið forpantaður í Evrópu. Breska Amazon verslunin hefur meðal annars tilkynnt að verslunin geti ekki ábyrgst að PS4 skili sér á réttum tíma til þeirra sem pöntuðu vélina eftir 6. ágúst.

Ekki er þó öll von úti og enn möguleiki á að PS4 komi í íslenskar verslanir fyrir jól.

PS4 Amazon UK


Bætt við 30. ágúst 2013 kl. 20:00

Sena staðfesti seinkunina í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑