Fréttir

Birt þann 20. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

PS4 í evrópskar verslanir 29. nóvember

Sony tilkynnti útgáfudag PlayStation 4 leikjavélarinnar á leikjahátíðinni Gamescom í Þýskalandi nú fyrir stundu. Þar staðfesti fyrirtækið að PS4 kemur í verslanir 15. nóvember í Norður-Ameríku og evrópskar verslanir stuttu síðar, eða 29. nóvember.

PS4 mun kosta 349 pund (u.þ.b. 65.000 kr.) í Bretlandi en ekki hefur verið staðfest hvað vélin mun kosta hér á landi. Við hjá Nörd Norðursins gerðum þessa verðkönnun fyrir stuttu og áætluðum út frá því að vélin muni kosta á bilinu 90.000 til 100.000 kr. – nú er bara að bíða og sjá hvort þeir spádómar séu réttir eða ekki.

-BÞJ
Tengd frétt: Útgáfu PS4 og Xbox One seinkar á Íslandi
Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑