Fréttir

Birt þann 14. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Útgáfu Xbox One frestað í 8 löndum

Microsoft hefur ákveðið að fresta útgáfu Xbox One leikjatölvunnar til ársins 2014 í Rússlandi, Belgíu, Hollandi, Sviss, Svíþjóð, Noregi, Finlandi og Danmörku. Upphaflega stóð til til að Xbox One yrði fáanleg í 21 landi í nóvember en verður þess í stað seld í 13 löndum; Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Brasilíu, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Írlandi og Austurríki.

Talsmaður Microsoft segir að fyrirtækið ætli sér að tryggja kaupendum Xbox One gæði frá fyrsta söludegi og þess vegna hafi verið ákveðið að fresta sölu leikjatölvunnar í þessum átta löndum, til að uppfylla þær kröfur. Í skaðabætur mun Microsoft bjóða kaupendum ókeypis leik með hverri seldri Xbox One tölvu í ofangreindum löndum.

Heimild: Eurogamer / -BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑