Bækur og blöð

Birt þann 27. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Upprisa rafrænna myndasögumiðla

Hver hefur ekki lent í því að fara í Nexus til þess að sækja blöð vikunnar. Ég lendi í því í hverri viku að koma heim með 4-8 blöð sem ég klára strax og ég kem heim. En þá lendi ég í smá vandamáli, ég er ekki með neitt pláss! Þetta er  ástæðan fyrir því að fólki finnst forrit eins og Comixology og DC/Marvel Comics appið mjög aðlaðandi valkostur.

Með því að nota þessi öpp eða vefsíður þá er hægt að skerða vöxt blaðabunkans á náttborðinu algjörlega en flestar myndasögur koma á þessa miðla. Vinsælasti miðillinn fyrir rafrænar myndasögur er Comixology.com en þar er hægt að fá blöð frá útgefendum á borð við DC og Marvel en einnig er hægt að finna blöð frá minni útgefendum á borð við Image, Valiant og Boom!

Ég er með engu móti að ýta undir það að fólk hætti að mæta í Nexus á mánudögum til þess að ná í blöðin sín því ég sjálfur elska tilfinninguna sem ég fæ þegar ég held á nýju blaði. Ég er einungis að benda á þennan valkost fyrir þá sem vilja ekki vera í því eilífa basli að skipuleggja risastórt myndasögusafn. Rafrænar myndasögur eru búnar að vera á uppleið síðustu árin og það er skiljanlegt af hverju.

 

Höfundur er Skúli Þór Árnason,
menntaskólanemi.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑