Bíó og TV

Birt þann 22. júlí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Superman og Batman mætast á hvíta tjaldinu 2015

Leikstjórinn Zack Snyder tilkynnti á Comic-Con að Batman yrði í Man of Steel framhaldinu sem er væntanleg í kvikmyndahús 2015. Mynd af sameinuðu merki Supermans og Batmans var birt samhliða tilkynningunni og í kjölfarið brutust út gífurleg fagnaðarlæti.

Ofurhetjurnar tvær munu ekki aðeins mætast á hvíta tjaldinu, heldur gerast andstæðingar og berjast á móti hvor öðrum.

Líkt og í fyrstu Man of Steel myndinni mun Henry Cavill fara með hlutverk Superman ofurhetjunnar en ekki er ljóst hver mun fara með hlutverk Batmans, en það verður ólíklega Christian Bale.

Zack Snyder mun leikstýra nýju myndinni og skrifa söguna ásamt David Goyer, sem mun skrifa handritið.

Meira tengt ofurhetjumyndum, en heimildir eru fyrir því að ný Flash kvikmynd muni líta dagsins ljós árið 2016 og Justice League kvikmynd muni fylgja eftir ári síðar. Þær fréttir á þó eftir að staðfesta endanlega.

Heimild: The Hollywood Reporter og Sky News / -BÞJ
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑