Bíó og TV

Birt þann 2. júlí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Christian Bale mun ekki leika Batman aftur

Leikarinn góðkunni Christian Bale hefur staðfest að hann mun ekki smeygja sér í Batman búninginn aftur. Þó það væri í raun vitað fyrir löngu síðan þá var sá orðrómur aldrei staðfestur af leikaranum sjálfum. Í viðtali hjá Entertainment Weekly nú á dögunum staðfesti hann þó þetta. Hann sagði að nú væri tími til kominn að annar leikari tækist á við hlutverkið.

Það er því nokkuð ljóst að Bale mun ekki leika Batman í Justice League. Þó er sú kvikmynd í startholunum og samkvæmt Bale hefur ekki einu sinni verið rætt við hann um að tækla hlutverkið í þeirri kvikmynd, sem verður byggð á myndasögum frá DC Comics. Það verður fróðlegt að sjá hvort Bale endurskoði ákvörðun sína í framtíðinni. Ef honum verður ekki haggað þá eru væntanlega margir leikarar þarna úti sem eru tilbúnir að  feta í fótspor Bale og fleiri leikara sem farið hafa í leðrið.

-RTR
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑