Menning

Birt þann 16. október, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Lærðu að semja og spila kubbatónlist á Game Boy

Kubbatónlist hefur verið áberandi í sögu og þróun tölvuleikjatónlistar. Fyrir um ári síðan tókum við hjá Nörd Norðursins viðtal við Michelle Sternberger, eða ComputeHer sem er hennar sviðsnafn, sem hefur verið að semja og spila kubbatónlist frá árinu 2005. Hún hefur til þessa spilað á yfir 60 tónleikum og þar á meðal á E3 og tölvuleikjasýningunni á Smithsonian-safninu. eitt af hennar vinsælustu lögum er Sysop sem er að finna á plötunni Modermoiselle (og í EVE Online Fanfest 2011 myndbandinu okkar á YouTube), en hún er auk þess annar helmingur hljómsveitarinnar 8 Bit Weapon sem spilar einnig kubbatónlist.

Til eru margar leiðir til að semja og spila kubbatónlist í dag og eru skiptar skoðanir um notkun herma (emulators) við gerð slíkra tónlistar. Fyrr í mánuðinum setti ComputeHer kennslumyndband sem hún bjó til sjálf á netið, þar sem hún sýnir hvernig hún býr til „tæra“ kubbatónlist frá grunni, þ.e.a.s. hún notar raunverulega kubbatóna úr gömlum leikjatölvum. Það eina sem þú þarft er gamla Game Boy leikjavél og forrit sem kallast LSDJ (stendur fyrir Little Sound DJ). Restina kennir ComputeHer þér hér:

Vantar þig innblástur við að semja kubbatónlist? Við höfum sett saman lista með nokkrum lögum sem við hjá Nörd Norðursins mælum með. Það er haugur af góðri kubbatónlist til en þessi listi ætti að gefa lesendum smjörþefinn af þessari skemmtilegu tónlistarstefnu.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑