Menning

Birt þann 28. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Hvað er kubbatónlist?

Kubbatónlist, eða chiptune eða chip music eins og það kallast á ensku, er raftónlist sem er búin til með hljóðkubbum úr gömlum tölvum eða með aðstoða herma (emulator) sem framkvæma sambærileg hljóð. Flestir þekkja til tölvuleikjatónlistar úr tölvuleikjunum í Nintendo Entertainment System (NES) sem flokkast sem kubbatónlist.

Hægt er að nota margar gerðir af eldri tölvum til að ná fram þessum hljóðum, en NES, Game Boy og Commodore 64 eru sérstaklega vinsælar. Þeir sem ekki hafa aðgang að gömlum leikjatölvum geta nálgast  herma fyrir ýmis tónlistarforrit í dag. Skiptar skoðanir eru á því hvort hermar flokkist í raun og veru undir kubbatónlist þar sem aðeins er verið að herma eftir raunverulega hljóðinu (líkt og skemmtari getur hermt eftir píanói), en við látum þá deilu liggja milli hluta að sinni.

Kubbatónlistina er hægt að flokka sem neðanjarðartónlist sem ekki margir þekkja til. Tónlistin getur verið af ýmsum toga; hefðbundin tölvuleikjatónlist úr gömlum tölvuleikjum, frumsamin 8-bita tónlist, dans- eða afslöppunartónlist. Einnig eru sumir sem blanda kubbatónlist við hefðbundna tónlist og getur útkoman af því samspili orðið ansi skemmtileg.

Líkt og með aðra tónlist segja tónar meira en þúsund orð. Þess vegna höfum við hjá Nörd Norðursins sett saman lista yfir kubbatónlist sem við mælum með, fyrir byrjendur sem og lengra komna, til að hlusta á og kynna sér þessa frábæru tónlistarstefnu. Listann má nálgast hér.

– BÞJ


Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑