Fréttir1

Birt þann 13. október, 2012 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

0

Úrslitaviðureignin í League of Legends heimsmeistaramótinu hefst í nótt

Í nótt klukkan 2:00 að íslenskum tíma hefst lokaviðureignin í League of Legends heimsmeistaramótinu, en þar mun Taívanska liðið Tapei Assasins og Suður-Kóreska liðið Azubu Frost takast á í best-of-five (fyrstir til að vinna þrjá leiki) viðureign. Sigurvegararnir munu ekki aðeins vera krýndir heimsmeistarar í League of Legends, heldur munu þeir einnig taka með sér heim verðlaunapott upp á eina milljón bandaríkjadollara (122 milljónir króna), en það er hæsta fjárhæð sem nokkurn tíman hefur verið borguð út í sögu tölvuleikjamóta.

Liðin tvö hafa sýnt og sannað í gegnum mótaröðina að þau eru sannarlega sterkustu liðin í League of Legends í dag. Leið þeirra á toppinn hefur þó ekki verið hnökralaus. Leikjum liðanna í fjögurra liða úrslitunum var frestað á seinustu helgi vegna óstöðugs netsambands á mótsstað, og voru seinustu leikirnir spilaðir fyrir aðeins þrem dögum síðan. Það hefur væntanlega minnkað þann tíma sem liðin hefðu annars getað notað í að æfa og skoða spilunarstíl mótherja sinna. Þá var Woong, liðsmaður Azubu Frost, dæmdur til sektar fyrir svindl í leik sínum gegn Team Solomid, en hann var gómaður við að gægjast á einn af sýningarskjáum mótsins þar sem hann gat séð staðsetningu mótherja sinna. Riot dæmdi að þetta hefði gefið Azubu Frost óheiðarlegt forskot yfir mótherja sína og Woong var sektaður um 30.000 dollara.

Hægt verður að fylgjast með leikjunum í beinni háskerpuútsendingu á heimasíðu heimsmeistaramóts League of Legends, en eins og fyrr sagði hefjast leikirnir klukkan 2:00 aðfaranótt sunnudags.

– KÓS

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Comments are closed.

Efst upp ↑