Fréttir1

Birt þann 31. desember, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Gleðilegt nýtt ár!

Þann 4. apríl 2011 kom fyrsta tölublað veftímaritsins Nörd Norðursins út. Síðan þá hafa fimm tölublöð komið út með mánaðar millibili. Í ágúst kom 5. tölblaðið út og var ákveðið að leggja veftímaritið í salt og efla heimasíðu Nörd Norðursins þess í stað.

Á árinu höfum við birt yfir 230 færslur af fréttum, gagnrýni á tölvuleikjum og kvikmyndum, umfjöllun á spilum, viðburðum, tónlist og bókum, lengri greinum, séríslensku efni, bleiku efni, leikjanördabloggi, tæknifréttum, viðtölum og fleira.
15 mest lesnu færslur ársins 2011 er hægt að nálgast hér.

Þrátt fyrir að Nörd Norðursins hafi byrjað sem veftímarit en er nú í formi heimasíðu höfum við haldið sömu stefnu:

Nörd Norðursins fjallar um fjölbreytt efni sem á það eitt sameiginlegt að kallast nördaleg; tölvuleiki, leikjatölvur, forrit, tækni, kvikmyndir, bækur, spil, sögur, uppskriftir, teiknimyndasögur og margt fleira. Við leggjum sérstaka áherslu á íslenskt efni og tölvuleiki.

Margir hafa sent okkur efni til birtingar sem er mikið fagnaðarefni. Við viljum sérstaklega þakka Axel Birgi, Kristni Ólafi, Daníel Páli, Arnari Vilhjálmi, Steinari Loga, Ívari Erni, Jóhanni Þ. og öllum öðum fasta- og gestapennum fyrir sitt framlag til Nörd Norðursins. Einnig viljum við þakka miðlum og lesendum fyrir að vekja á okkur athygli.

Síðast en ekki síst viljum við þakka lesendum kærlega fyrir árið sem er að líða!

Gleðilegt nýtt ár kæru nördar.

May the force be with you!

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑