Vafra: Leikjarýni

Wizarding World er nafnið á heiminum sem allar sögurnar gerast í og annað efni byggir á. Ellefu kvikmyndir hafa verið gerðar og hafa mokað inn peningum fyrir Warner Brothers og höfund bókanna. Ofan á þetta eru til þemagarðar og skemmtigarðar til að heimsækja víðsvegar um heiminn. Það hafa komið út ótal tölvuleikir síðustu 20 árin og er Hogwarts Legacy fyrsti stóri leikurinn sem kemur út síðan að LEGO: Harry Potter leikirnir komu út árin 2010-2011 og voru endurútgefnir 2018 fyrir nýrri leikjavélar. Portkey Games er útgáfu hluti Warner Bros á tölvuleikjum byggðan á efni úr Wizarding World og er hannaður…

Lesa meira

Eftir nokkra mánaða tafir er Football Manager serían loksins mætt á PlayStation 5. Síðasti leikurinn í seríunni sem kom út fyrir PlayStation leikjavélar Sony var Football Manager Classic 2014, eða fyrir um rétt 9 ár síðan. Upprunalega átti Football Manager 2023 Console Edition eða FMC 23 að koma út á svipuðum tíma og hinar útgáfurnar í byrjun nóvember í fyrra, en það náðist ekki og PS5 útgáfunni var seinkað. Þann 1. febrúar kemur FMC 23 út á PS5 og hef ég eytt síðustu dögum í að renna í gegnum þessa útgáfu og bera saman við það sem kom út í…

Lesa meira

Þegar er litið á Evil West þá fær maður það á tilfinninguna að leikirnir Bulletstorm, Gears of War, God of War og Damnation hafi eignast afkvæmi í formi leiks sem myndi hæfa sér vel á PlayStation 2 á sínum tíma. Það er ljóst að pólska fyrirtækið Flying Wild Hog (Hard Reset, Shadow Warrior) var með hugann við eldri leiki og einfaldari spilun sem horfði minna til risa hæfileika-trjáa, opins heims og ótal aukaverkefna. Í staðinn er bara hasar, blóð, skrímsli og sletta af Steam Punk tækninni. Sagan gerist í Bandaríkjunum í lok 19. aldar þar sem tækninni fleygir ört fram…

Lesa meira

Núna þegar það er komin reynsla á leikinn þá er gott að renna yfir hvernig hann stendur sig sem lifandi leikur ásamt því hvernig hann spilast. Það sem hefur stór áhrif á MyCareer og MyTeam eru nefnilega tímabilin (seasons) þar sem spilarar fá hin ýmsu markmið og verðlaun á sex vikna tímabili. Eftir hvert tímabil þá endurræsist allt sem maður hefur gert og nýtt tímabil tekur við eins og maður þekkir úr öðrum lifandi leikjum. Við erum núna á 2. tímabili. MyCareer er notendavænni upplifun en í fyrri leikjum tímalega séð. Í NBA2K21 þá var fyrst komið með borg og…

Lesa meira

Eins reglulegt það er að haust fylgi sumri, þá er hægt að treysta á það að nýr Football Manager komi út þegar er liðið á nýtt fótboltatímabil á haustin. Þetta ár er auðvitað engin undantekning. Football Manager 2023 kemur út þann 8. nóvember á PC/Mac. Leikurinn kemur einnig út fyrir PlayStation 5 og Xbox Series X|S ásamt síma og spjaldtölvur. Við munum einblína á PC útgáfuna og hinar seinna. Þessi gagnrýni byggir á betu leiksins sem er búin að vera í gangi síðustu vikurnar fyrir pressuna og þá sem forpöntuðu leikinn. Það er auðveldast að byrja á hvað er nýtt…

Lesa meira

The Last of Us leikirnir tveir hafa notið mikilla vinsælda og hlotið lof margra spilara í gegnum árin. Fyrri leikurinn kom út árið 2013 á PlayStation 3 leikjatölvuna og sá seinni, The Last of Us Part II, var gefinn út árið 2020 á PlayStation 5. Leikirnir bjóða upp á sterkan söguþráð, vel skapaðar og áhugaverðar persónur, vandaðan leikjaheim og á heildina litið ógleymanlega upplifun. Í seinasta mánuði kom út endurgerð af fyrri leiknum og ber leikurinn heitið The Last of Us Part I. Um er að ræða sama klassíska leik og kom út árið 2013 nema búið er að endurgera…

Lesa meira

Í vikunni kom út Uncharted: Legacy of Thieves safnið á PC og er fáanlegt í gegnum Steam og Epic Store búðirnar. Safnið inniheldur Uncharted 4: A Thief’s End og Uncharted: Lost Legacy. Hingað til hefur eingöngu verið hægt að spila leiki í seríunni á PlayStation leikjavélunum. Þetta safn byggir á því sem kom út fyrr á árinu fyrir PlayStation 5 ásamt að styðja við þá ótal möguleika sem PC býður upp á. Það eina sem vantar úr leikjunum á PlayStation 4 er fjölspilun Uncharted 4. Hér fyrir ofan er útgáfu kitlan fyrir safnið og stillir upp sögunni og hasarnum sem…

Lesa meira

Hvað verður um Gotham ef Batman er ekki til að vernda hana? Það er spurningin sem leikurinn Gotham Knights reynir að svara. Hetjurnar Nightwing, Batgirl, Robin og Red Hood þurfa að stíga upp að reyna að bjarga Gotham borg frá glötun eftir fráfall Batmans. Glæpamenn leika lausum hala og helstu skúrkar DC Comics bókanna, eins og Clayface, Harley Quinn, Mr Freeze herja á fólk borgarinnar. En aðalógnin við borgina er undir yfirborðinu og hið dularfulla leynisamfélag Court of Owls sem hefur togað í spottana öldum saman á bakvið tjöldin. Batman þjálfaði persónur leiksins og var hluti af lífi þeirra allra…

Lesa meira

Ári eftir að hafa komið út á PC og PlayStation 5 þá er leikurinn Deathloop kominn út fyrir Xbox Series X|S leikjavélar Microsoft. Sony hafði tryggt sér einkaréttinn á leik Arkane Studios fyrir PS5 í ár með samningi við Bethesda Softworks útgefanda leiksins, sem vill til að er í eigu Microsoft, en þessir samningar voru gerðir fyrir þau kaup. Fyrr á þessu ári kom síðan út leikurinn Ghostwire Tokyo sem var líka hluti af sama samningi og ætti að skila sér á Xbox eftir að ár er liðið frá útgáfu hans. Sagan er á þann hátt að leikmenn fara í…

Lesa meira

Franska fyrirtækið Spiders hafa fært okkur ævintýra- og hlutverkaleiki eins og Bound by Flame, The Technomancer og Greedfall og hafa leikir þeirra oft verið frumlegir og skemmtilegir en dregnir niður af tæknilegum erfiðleikum og metnaðarleysi sem oft telur meira en fjármagnið og tíminn sem fer í leikina. Steelrising er nýjasti leikur þeirra og kom út fyrir stuttu á PlayStation 5, Xbox Series X|S og PC. Þessi gagnrýni er byggð á PC útgáfu leiksins spiluð í gegnum Steam þjónustuna. Það er áberandi undir hvaða áhrifum Spiders voru undir við gerð Steelrising; það þarf ekki að taka mörg skref í Parísarborg á…

Lesa meira