Leikjarýni

Birt þann 29. ágúst, 2023 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

0

Rífandi skemmtun á PC

Rífandi skemmtun á PC Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Rift apart mætir sterkur til leiks á PC og er vel þess virði.

4

Góð skemmtun


Leikjarisinn Sony heldur áfram að gefa út stóra PlayStation leiki á PC vélar þar sem en fleiri geta upplifað þá. Við höfum áður fjallað um Spider-Man leikina, The Last of Us Part 1, Uncharted safnið, einnig má nefna leiki eins og Days Gone, Death Stranding, Journey og aðra sem eru einnig til á PC í dag. 

Að mestu hafa þessar útgáfur komið vel út og gert góða leiki enn betri og kynnt þá fyrir fólki sem spilar vanalega ekki á leikjavélum Sony. Það er líklega The Last of Us Part 1 sem helst má nefna sem útgáfu sem hefði verið óskandi að hefði komið í betra ásigkomulagi í upphafi, hún hefur þó skánað talsvert á síðustu mánuðum.

Ratchet & Clank: Rift Apart kom út fyrir PlayStation 5 í Júní 2021 og síðan nú lok Júlí 2023 á Steam og Epic Game Store. Leikurinn var gerður af Insomniac Games sem hafa gert flesta leikina í Ratchet seríunni ásamt, Resistance 1-3, Sunset Overdrive, Spyro og Marvel’s Spider-Man. 

Í byrjun leiks stelur hinn illi Dr. Nefarious Dimensionator-tækinu sem opnar gátt milli vídda í þeim tilgangi að finna þá vídd þar sem hann sigrar allt og alla. Í slysni opnast víddir á fleiri stöðum og ferðast Clank í eina þeirra og hittir þar Rivet, sem er Lombax líkt og Ratchet, aðalsöguhetja seríunnar.

Við á Nördinum dæmdum upprunalega PS5 útgáfu R&C: Rift Apart og fékk hann 3.7 af 5 frá mér, Bjarka og Daníel Rósinkrans og höfðum við allir mjög gaman af honum og töldum hann einn af flottari PS5 leikjunum sem voru í boði ásamt því  að vera mjög góð auglýsing af hverju SSD diskur PS5 er svona mikilvægur fyrir spilun leiksins. 

Ég hoppaði á tækifærið til að kíkja aftur á leikinn og nú á PC og ég verð að segja það eftir að hafa fínstillt stillingar leiksins til að henta tölvunni minni er ég mjög sáttur við þessa útgáfu leiksins. Ekki sakaði að hollenska fyrirtækið Nixxes sáu um portið sem höfðu áður unnið að Marvel’s Spider-Man leikjunum og Horizon: Zero Dawn.

Það sem PC útgáfa leiksins býður uppá er stuðningur fyrir 21:9, 32:9 og 48:9 (3 skjáir) upplausnir. Rammahraði var aukinn upp í 60fps ásamt betri “Ray-tracing” tækni. Einnig er stuðningur við Nvidia DLSS 3, AMD FSR 2, Intel XeSS og IGTI frá Insomniac Games sjálfum. Hægt er að spila leikinn með flest öllum leikjapinnum sem styðja PC og ef DualSense PS5 pinninn er tengdur með USB-C snúru þá er hægt að njóta allra möguleika hans eins og á PlayStation 5. 

Það er mælt með að vera með hraðan SSD eða Nvme SSD disk til að spila leikinn og er það ákjósanlegt til að njóta leiksins að fullnustu. Þetta kemur í ljós  þegar þú ert að spila leikinn og hoppa á milli vídda í heiminum. Það eru í raun tvær útgáfur leiksins í gangi í einu og þú ert oft að hoppa á milli þeirra frekar snögglega. Ég var með leikinn uppsettan á Samsung 970 Evo Plus 1TB nvme diski (eða í raun spjaldi beint tengt við móðurborðið). Það kom að mestu mjög vel út, þrátt fyrir að ég hafi bara verið með PCI GenX3 drif. Það er hægara en nýjustu drif og móðurborð styðja á PC og einnig sá hraði sem er í boði á PS5 og þeirra tækni sem þeir nota. 

Það tæknilega skiptir ekki öllu máli , heldur það að Ratchet & Clank: Rift Apart er enn sami stórgóði leikurinn sem kom út fyrir um tveimur árum á PlayStation 5 og jafnvel betri. Hvar sem fólk spilar leikinn þá á það von á skemmtilegum hopp og skopp leik sem svíkur ekki. 

Eintak var í boð útgefanda

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Comments are closed.

Efst upp ↑