Leikjarýni

Birt þann 10. mars, 2023 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

0

Opin ævintýra geimheimur

Opin ævintýra geimheimur Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Fínasti pakki með góðum RPG leik sem bíður upp á góða endurspilun.

3.5

Ekki gallalaus


The Outer Worlds kom út árið 2019 og fékk fína dóma almennt og var annar vel heppnaður RPG leikur frá Obsidian Entertainment, sem höfðu hingað til verið þekktir fyrir vinnu þeirra að leikjum eins og, Fallout New Vegas, Alpha Protocol, Star Wars: Knights of the Old Republic II ofl leikja.

The Outer Worlds 2 er í vinnslu og hefur nú þegar verið staðfestur af Microsoft og Obsidian, hann er þó eitthvað talsvert í burtu svo í millitíðinni fáum við The Outer Worlds: Spacer’s Choice Edition frá Obsidian og útgefandanum Private Division.

Þessi útgáfa leiksins inniheldur DLC aukapakkana, Murder on Eridanos og Peril on Gorgon í uppfærðum pakka nú fyrir PlayStation 5 og Xbox Series X|S, og PC. Þeir sem eiga leikinn fyrir og DLC pakkana geta uppfært í þessa útgáfu fyrir um $10.

Það sem er helst í þessari útgáfu er:

  • Allir aukapakkar leiksins innifaldir.
  • Endurbætt grafík, betri hreyfingar persóna, leikurinn keyrir betur ofl.
  • Level Cap, eða hæfileika stigið sem er hægt að ná í leiknum hefur verið hækkar upp í lvl.99.
  • Leikurinn keyrir í 4K upplausn á 30 fps og á 60 römmum á sek þar sem upplausnin breytist eftir þörfum.
  • Umhverfi leiksins hafa verið endurbætt, með nýjum viðbótum sem hjálpa að segja söguna.
  • Gervigreindin hefur verið bætt og bardagar leiksins hafa fengið lagfæringar.

En hvað er annars The Outer Worlds? Í eðli sínu er þetta semi opin hlutverka leikur þar sem þú getur skapað þína eigin persónu, annað hvort tilbúna í hasar, góða í að tala þig úr vanda, eða bara gangandi tré drumb sem getur varla klárað heila setningu. Þetta er eitthvað sem hefur lengi gert RPG leiki Obsidian svo skemmtilega að spila að mínu mati.

Sagan gerist í framtíðinni, þú varst hluti af nýlendu skipi sem týndist og nokkrum áratugum síðar ertu vakin upp af skrítnum prófessor sem biður þig um hjálp til að bjarga hinum farþegunum frá ílla fyrirtækinu sem telur ódýrara að fela skipið og geyma fólkið áfram á ís í stað að vekja það.

Þetta er upphafið að skemmtilegu ævintýri sem spannar sólkerfið og getur þú ferðast um með áhöfn þinni um sólkerfið, lent í ævintýrum, verið eins góður eða eins mikill skíthæll og þú villt og séð hvernig sagan lagar sig að þínum valkostum.

Þetta er ekki beint gagnrýni af upprunalega leiknum í staðinn bara yfirlit yfir hvernig þessi nýja útgáfa kemur út.

Ég er búin að vera að spila í gegnum byrjun leiksins aftur og sjá hvernig fer hjá mér í þetta sinn, ég var mjög góður í fyrstu umferð þegar ég spilaði leikinn á Xbox One og PC, og það er viss freisting að vera vondur núna en ég ákvað að sleppa því samt.

Hérna er myndband af byrjun leiksins sem ég rúlla í gegnum hann á PlayStation 5.

Allt í allt er þetta sami góði leikurinn og kom út fyrir nokkrum árum síðan, nú bara í endurbættum pakka og inniheldur allt aukaefnið saman. Eini gallinn er að þurfa að byrja upp á nýtt, en með svona leiki er það hluti gamansins að prufa að sjá hvernig sagan getur farið út frá hvað þú gerir og ekki, eins og t.d að skjóta geimskipi beint í sólina í stað þess að bjarga fólki. Mæli ekki með að gera það, en það er hægt undir vissum kringumstæðum.

Helsti vandinn við leikinn eins og er, eru tæknilegir hnökrar og fps hökt sem gera spilun leiksins frekar klunnalega stundum. Vonandi verður þetta lagað fljótlega.

Það er nóg í boði í The Outer Worlds og í þessum pakka er öll reynslan saman í einu, en betra þið eigið leikinn og niðurhals efnið þá er þetta ódýrari uppfærsla fyrir vikið.

Eintak var í boði útgefanda

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Comments are closed.

Efst upp ↑