Leikjarýni

Birt þann 18. júní, 2023 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

0

Sveppir og skrímsli í Necrom

Sveppir og skrímsli í Necrom Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Necrom er góð viðbót við ESO og inniheldur skemmtilegan heim að kanna.

3.5

Flott ævintýri


Í síðustu viku kom út nýjasta viðbótin fyrir MMORPG leikinn The Elder Scrolls Online (ESO). Pakkinn kallast Necrom og gerist á Telvanni landsvæðinu undan ströndum Vvardenfell þar sem Morrowind gerist. Einnig gerist hluti ævintýrsins í heimi guðsins Hermaeus Mora, Apocrypha.

Í ESO: Necrom heldur sagan áfram úr Shadow over Morrowind sem hefur verið í gangi í þó nokkurn tíma. Hér er kafað dýpra í Telvanni húsið sem er eitt af því sterkasta í Morrowind og ræður yfir hluta Vvardenfell og Telvanni skaganum. Þeir neituðu að ganga til liðs við Ebonheart sem er einn af þremur hópum sem leikmenn geta valið á milli þegar byrjað er að spila ESO.

Necrom setur leikmenn í þau spor af ganga erinda Hermaeus Mora guðsins sem vill að þú rannsakir hættulega ógn gagnvart dýpstu leyndarmálum hans. Með aðgang af nýjum hæfileikum frá honum (ef leikmenn velja nýja Arcanist klassinn), og kafa djúpt í Borg dauðans og ganga á milli heima í leit af hverjum sem stendur á bak við þetta og ógnar heiminum öllum ásamt Oblivion.

Ein af stærri viðbótunum þetta árið við ESO er nýr klassi til að spila. Arcanist er sjöundi klass leiksins sem notast við dularfullar galdraþulur og rúnir til að virkja orkuna frá Apocrypha sjálfu til að ganga frá óvinum leiksins.

Arcanist hefur aðgang að þremur hæfileika trjám sem öll hafa sína eigin hæfileika.

  • Herald of the Tome – Notar dularfulla orku til að skjóta fram geislum til að skaða óvini o.fl. Einnig er hægt að notast við Runeblades sem notast við banvæn hnífsblöð skjótast í átt að andstæðingunum.    
  • Curative Runeforms – Hægt er að notast við rúnir til að lækna sig eða aðra í kringum sig ásamt að búa til varnir til að vernda fyrir árásum óvina, og einnig búa til hlið sem býr til leið á milli heima.
  • Apocryphal Soldier – Þetta er fyrir þá sem vilja spila sem „tank“ og fá alla athygli óvinanna á sig á meðan aðrir með honum ráðast á hann líka. Hann er með ýmsar styrkingar og bónusa til að bæta vernd hópsins og getur kallað fram Runespite Ward skjöld sem springur og skaðar óvini í kringum hann.

Það eru tveir nýir NPC (tölvustjórnaðir) vinir til að ráða til sín Azandar al-Cybiades sem er Arcanist klass og Warden Sharp-as-Night. Báðir innihalda nýjar sögur sem tengjast þessum aukapakka.

Þegar er farið um Telvanni svæðið þá verður manni auðvitað hugsað strax til Morrowind leiksins og síðan ESO: Morrowind viðbótarinnar sem kom með Vvardenfell eyjuna í leikinn fyrir nokkrum árum.

Í umhverfinu er fullt af risa sveppum og furðulegum dýrum. Apocrypha er kunnuglegur heimur fyrir þá sem spiluðu Dragonborn DLC pakkann fyrir The Elder Scrolls V: Skyrim á sínum tíma. Endalausa bókasafnið úr þeim pakka snýr aftur ásamt ýmis skrímsli, óvinir og umhverfi sem leikmenn ættu að kannast við.

Það er nýtt 12 manna Trial (Raid), í boði sem heiti Sanity‘s Edge og inniheldur erfiða óvini, vopn og hluti til að safna og krefst góðrar samvinnu ef leikmenn ætlar að komast lifandi út úr sundruðum huga galdrakarls.

Eins og hefur verið með ESO, ef leikmenn kaupa ESO: Necrom stakann þá fá þeir sjálfkrafa aðgang að öllu helstu stóru auka pökkum sem hafa komið út áður fyrir ESO eins og; High Isle, Blackwood, Greymoor, Elsweyr, Summerset, Morrowind ásamt grunn leikinn sjálfan.

Ef þið eigið eitthvað eða allt af þessu fyrir þá er hægt að kaupa ódýrari uppfærslu fyrir leikinn. Eins og hefur verið síðan að ESO: Tamriel Unlimited kom út, þá er frítt að spila leikinn mánaðarlega, það er nóg að kaupa leikinn sjálfan og þá aupakanna sem fólk vill spila.

Ég eyddi nokkrum tugum tíma að spila nýja aukaefnið á PC, bæði sem karakterinn sem ég vanalega spila sem er Dragon Knight, einnig bjó ég til nýja persónu til að prófa Arcanist klassann. Með MMO leiki þá krefjast þeir gríðarlegs tíma til að spila og kanna til að geta fjallað almennilega um þá, og mun ég halda áfram að spila leikinn ásamt að kíkja á leikjavéla útgáfu hans sem kemur út síðar í júní.

Nýji klassinn og tengingin við Morrowind og Dragonborn pakka Skyrim hjálpar að gera þessa viðbót skemmtilega og er betri að mínu mati en ESO: High Isle sem kom út í fyrra. Það er 20-30 tímar auðveldlega í boði bara í að spila helstu sögu hlutana og hvað þá þegar fólk bætir við öllum þeim aukaverkefnum, trials og delves (dýfflissur) sem er hægt að kanna einn eða með öðrum leikmönnum.

Helsta spurningin er hve lengi þessi pakki nær að halda leikmönnum til áfram í honum eftir að sögu Necrom líkur? Eins og hefur verið með The Elder Scrolls: Online þá heldur ZeniMax Online áfram að bæta við leikinn sem smærri uppfærslum og sögum í gegnum árið sem mun að lokum leiða í næsta stóra aukapakka á næsta ári ef þeir fylgja formúlu síðustu ára.

Ég spilaði í gegnum ESO: Necrom á PC og mun útgáfan fyrir PlayStation 4/5 og Xbox One/Series X/S koma út þann 20. júní.

Eintak var í boð útgefanda

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Comments are closed.

Efst upp ↑