Vafra: Leikjarýni

Kung Fury: Street Rage er stuttur og skemmtilegur slagsmálaleikur sem stefnir á að líkja eftir spilakössum á níunda og tíunda áratugnum. Ef menn hafa lifað undir steini síðustu árin (sjálfur missti ég af heiðrinum að styðja við gerð myndarinnar, sem ég hefði gert á augnabliki) þá var gefin út stikla fyrir stuttmynd sem yrði gerð fyrir tilstuðlan Kickstarter. Þrátt fyrir að mér fannst stiklan miklu fyndnari en stuttmyndin sjálf þá er ég samt sem áður mikill aðdáandi myndarinnar. Ekki bara vegna stíls myndarinnar sem ég dýrka í tætlur heldur líka vegna þess að mér finnst tæknibrellurnar geðveikar miðað við að þetta…

Lesa meira

Kristinn Ólafur Smárason skrifar: Tiny Knight er hopp og skopp leikur með ævintýralegu ívafi sem var nýlega gefinn út á Steam af hinu íslenska leikjafyrirtæki Convex. Tiny Knight sigraði Game Creator keppni IGI árið 2015, og hafa meðlimir Convex unnið að og þróað leikinn enn frekar síðan þá. Í leiknum tekur spilarinn á sig hlutverk hins smávaxna kappa; Tiny Knight, sem leitar hefnda eftir að hinn dularfulli skúrkur; The Skeleton King, ræðst á og brennir þorpið hans til grunna. Til þess að elta skúrkinn uppi þarf Tiny Knight að sigrast á óvinum, þrautum og lífshættulegum stökkvum, sem á vegi hans…

Lesa meira

NBA2K16 kom út í lok september síðasta árs en við látum það ekkert stöðva okkur. Reyndar hefur undirritaður verið að spila hann af og til síðan þá þannig að hann endist ágætlega.  Seríuna þekkja flestir enda eru þetta bestu körfuboltaleikirnir á markaðnum (vonandi nær NBA Live serían samt að bæta sig). Þeir eru samt ekki fullkomnir og NBA2K16 hefur sína vankanta. En áður en við förum í þá skulum við fá stutt yfirlit enda býður leikurinn upp á þó nokkrar tegundir leikjaspilunar. Í MyCareer byggirðu upp ungan körfuboltamann sem þú skapar sjálfur og spilar í gegnum nokkra háskólaleiki, ferð í…

Lesa meira

„Never tell me the odds!“ Svarthöfði gengur ákveðnum skrefum í gegnum ísgöng á ónefndum stað á plánetunni Hoth. Hann fer framhjá gamalli beinagrind af Tauntaun, ósnertri í mörg ár eða þar til uppreisnarmaður með brotinn háls skall á henni örfáum augnablikum áður. Innar í hellinum glittir í blóði drifna veggi og líkamshluta á víð og dreif. Í loftinu er lykt af brenndu holdi. Skyndilega hleypur hermaður inn um hellisop og snarstöðvast, frosinn af skelfingu, þegar hann sér Svarthöfða. Svarthöfði arkar áfram eins og ekkert hafi í skorist, grípur um geislasverðið og fleygir því í átt að manninum. Þegar sverðið kemur…

Lesa meira

Jósef Karl Gunnarsson skrifar: Leikurinn Crookz: The Big Heist kom út fyrir skömmu á Steam fyrir tölvur með stýrikerfin Windows, Macintosh og Linux. Crookz er framleiddur af Skilltree Studios sem er partur af útgefandanum Kalypso Media Group og eru þau bæði staðsett í Þýskalandi. Leikurinn gerist í San Francisco á áttunda áratugnum og fjallar um fimm þjófa sem ætla að hefna sín fyrir svik Murray, fyrrum samstarfsfélaga þeirra. Á ákveðnum tímapunkti komast þau að því að hann er með djöfullegt ráðabrugg í vændum sem þau verða að stöðva. Það má segja að Crookz sé þrautaleikur því leikurinn reynir mjög mikið…

Lesa meira

Bjarki Þór Jónsson skrifar: PlayStation 4 hryllingsleikurinn Until Dawn frá Supermassive Games kom út fyrir stuttu og hefur almennt hlotið nokkuð góða dóma. Leikurinn fer svipaða leið og Telltale hefur gert með leiki á borð við The Walking Dead og The Wolf Among Us, þar sem spilarinn fær að taka stórar sem smáar ákvarðanir sem geta haft áhrif á framhald leiksins. Until Dawn hallar sér nær kvikmyndaheiminum en Telltale leikirnir með því að nota alvöru leikara og grafíkina sem PS4 hefur upp á að bjóða. Hayden Panettiere (Heroes og Nashville) og Peter Stormare (Fargo og Prison Break) eru þekktustu nöfnin…

Lesa meira

Bjarki Þór Jónsson skrifar: Í fyrradag lenti Fallout Shelter á Google Play fyrir Android snjalltæki. Leikurinn hefur verið aðgengilegur á App Store fyrir iOS tæki í um tvo mánuði, eða allt frá því Bethesda tilkynnti um útgáfu leiksins á E3 tölvuleikjasýningunni í júní 2015. Leikurinn hefur verið að fá glimmrandi dóma á þeim stutta tíma sem hann hefur verið aðgengilegur á Google Play – en er Fallout Shelter tímans virði? Byrjum aðeins á því að fara yfir markmið leiksins. Í Fallout Shelter hefur allt farið til fjandans. Kjarnorkusprengjur hafa sprungið, ofvaxnir kakkalakkar ganga um jörðina og geislavirkni og óreiða frussast…

Lesa meira

Daníel Páll Jóhannsson skrifar: Rocket League (PlayStation 4 og PC) er leikur þar hver spilari stjórnar sínum bíl og keppir á móti öðrum spilurum í einstaklingskeppni eða í liði. Spilarar keppast um að keyra á bolta og koma honum í mark andstæðinganna til að ná yfirvöldum yfir geimstöðvum mannkynsins og hljóta titilinn „alheimsyfirvaldasjálfrennireið“, mögulega. Í leiknum kemur ekki nákvæmlega fram í hvernig heimi þessi leikur gerist, þannig að hver og einn getur útfært sína eigin baksögu (sama hversu kjánaleg hún getur orðið). En snúum okkur að góðu hlutunum, sem eru ótrúlega margir. Leikurinn Rocket League er í grunninn fjölspilunarleikur (multiplayer)…

Lesa meira

Bjarki Þór Jónsson skrifar: Breska tölvuleikjafyrirtækið Rocksteady hefur svo sannarlega gert góða hluti með Batman: Arkham leikjaseríunni. Árið 2009 kom fyrsti leikurinn í seríunni, Batman: Arkham Asylum, út og síðan þá hefur nýr Batman: Arkham leikur bæst við seríuna á u.þ.b. tveggja ára fresti; Batman: Arkham City árið 2011, Batman: Arkham Origins árið 2013 og Batman: Arkham Knight sem kom út á þessu ári. Nýjasti leikurinn er fáanlegur á PC, PlayStation og Xbox One og er væntanlegur á OS X og Linux síðar á þessu ári. Þessi gagnrýni byggir á PS4 útgáfu leiksins, en  PC útgáfa leiksins hefur hlotið blendna…

Lesa meira

Helgi Freyr Hafþórsson skrifar: Leikjaframleiðandinn Traveller´s Tales, eða Tt Games, hefur verið í bransanum síðan 1991 og fyrsti leikur þeirra bar nafnið Leander, þar sem spilarar áttu að berjast við vonda galdrakallinn Thanatos og bjarga prinsessunni  Lucanna. Þrátt fyrir að hafa búið til þann leik ásamt leikjum sem innihalda þekktar Disney persónur, tvo Sonic leiki og tvo aðra Crash Bandicoot leiki þá er Tt Games lang þekktast fyrir LEGO aðlögun sína á þekktum kvikmyndum, ofurhetjum og öðrum fígurum sem tengjast LEGO veröldinni. Því kom það lítið á óvart þegar tilkynnt var um að Jurassic World fengi sömu lagningu. En það…

Lesa meira