Vafra: Leikjarýni

Bjarki Þór Jónsson skrifar: PlayStation 4 hryllingsleikurinn Until Dawn frá Supermassive Games kom út fyrir stuttu og hefur almennt hlotið nokkuð góða dóma. Leikurinn fer svipaða leið og Telltale hefur gert með leiki á borð við The Walking Dead og The Wolf Among Us, þar sem spilarinn fær að taka stórar sem smáar ákvarðanir sem geta haft áhrif á framhald leiksins. Until Dawn hallar sér nær kvikmyndaheiminum en Telltale leikirnir með því að nota alvöru leikara og grafíkina sem PS4 hefur upp á að bjóða. Hayden Panettiere (Heroes og Nashville) og Peter Stormare (Fargo og Prison Break) eru þekktustu nöfnin…

Lesa meira

Bjarki Þór Jónsson skrifar: Í fyrradag lenti Fallout Shelter á Google Play fyrir Android snjalltæki. Leikurinn hefur verið aðgengilegur á App Store fyrir iOS tæki í um tvo mánuði, eða allt frá því Bethesda tilkynnti um útgáfu leiksins á E3 tölvuleikjasýningunni í júní 2015. Leikurinn hefur verið að fá glimmrandi dóma á þeim stutta tíma sem hann hefur verið aðgengilegur á Google Play – en er Fallout Shelter tímans virði? Byrjum aðeins á því að fara yfir markmið leiksins. Í Fallout Shelter hefur allt farið til fjandans. Kjarnorkusprengjur hafa sprungið, ofvaxnir kakkalakkar ganga um jörðina og geislavirkni og óreiða frussast…

Lesa meira

Daníel Páll Jóhannsson skrifar: Rocket League (PlayStation 4 og PC) er leikur þar hver spilari stjórnar sínum bíl og keppir á móti öðrum spilurum í einstaklingskeppni eða í liði. Spilarar keppast um að keyra á bolta og koma honum í mark andstæðinganna til að ná yfirvöldum yfir geimstöðvum mannkynsins og hljóta titilinn „alheimsyfirvaldasjálfrennireið“, mögulega. Í leiknum kemur ekki nákvæmlega fram í hvernig heimi þessi leikur gerist, þannig að hver og einn getur útfært sína eigin baksögu (sama hversu kjánaleg hún getur orðið). En snúum okkur að góðu hlutunum, sem eru ótrúlega margir. Leikurinn Rocket League er í grunninn fjölspilunarleikur (multiplayer)…

Lesa meira

Bjarki Þór Jónsson skrifar: Breska tölvuleikjafyrirtækið Rocksteady hefur svo sannarlega gert góða hluti með Batman: Arkham leikjaseríunni. Árið 2009 kom fyrsti leikurinn í seríunni, Batman: Arkham Asylum, út og síðan þá hefur nýr Batman: Arkham leikur bæst við seríuna á u.þ.b. tveggja ára fresti; Batman: Arkham City árið 2011, Batman: Arkham Origins árið 2013 og Batman: Arkham Knight sem kom út á þessu ári. Nýjasti leikurinn er fáanlegur á PC, PlayStation og Xbox One og er væntanlegur á OS X og Linux síðar á þessu ári. Þessi gagnrýni byggir á PS4 útgáfu leiksins, en  PC útgáfa leiksins hefur hlotið blendna…

Lesa meira

Helgi Freyr Hafþórsson skrifar: Leikjaframleiðandinn Traveller´s Tales, eða Tt Games, hefur verið í bransanum síðan 1991 og fyrsti leikur þeirra bar nafnið Leander, þar sem spilarar áttu að berjast við vonda galdrakallinn Thanatos og bjarga prinsessunni  Lucanna. Þrátt fyrir að hafa búið til þann leik ásamt leikjum sem innihalda þekktar Disney persónur, tvo Sonic leiki og tvo aðra Crash Bandicoot leiki þá er Tt Games lang þekktast fyrir LEGO aðlögun sína á þekktum kvikmyndum, ofurhetjum og öðrum fígurum sem tengjast LEGO veröldinni. Því kom það lítið á óvart þegar tilkynnt var um að Jurassic World fengi sömu lagningu. En það…

Lesa meira

Helgi Freyr Hafþórsson skrifar: Þessi gagnrýni byggir á PS4 útgáfu leiksins. Mikil spenna ríkti þegar spilun leiknum var smellt í tölvuna, en sú spennan tengdist mikið eldri minningum af Skyrim, þar sem fjöldinn allur af fólki er enn að spila þann leik í dag. Hins vegar þá er mikill munir á þessum leikjum, þar sem annar er spilaður á netinu með fjölda annarra spilara en hinn er meira í því að leikmenn spila einir í sínum eigin heimi. Eitt af því sem margir Skyrim spilarar hafa beðið um lengi, að geta spilað við aðra í þessum heimi. Er þá ekki…

Lesa meira

Daníel Páll Jóhannsson skrifar: Magicka 2 er leikur frá Pieces Interactive og gefinn út af Paradox Interactive sem fjallar um galdrakarla í Midgård. Leikurinn er framhald af fyrri leik sem heitir Magicka og var nokkuð vel liðinn. Magicka 2 byrjar á því að segja sögu galdrakarla í heiminum og hvernig þeir lögðu allt í rúst með stríði sín á milli. Bændur, aðalsmenn, féhirðar og hirðfífl urðu öll saman fyrir barðinu á göldrunum og ýtti þetta undir stöðugt hatur á galdra og alla notendur galdra. Spilari byrjar með galdrakallinn sinn í rústum Aldrheim, sem er stærðarinnar kastali. Í kastalanum er farið…

Lesa meira

Steinar Logi Sigurðsson skrifar: Sá sem fann upp orðatiltækið „betra seint en aldrei“ hafði líklega ekki leikjagagnrýni nú til dags í huga. En það góða er að nú er undirritaður búinn að spila Witcher 3 (PS4) algerlega í gegn ásamt talsverðu af aukadóti og ég get staðfest það að leikreynslan er ekki fullkomin nema að hafa spilað Geralt með „soul patch“ og „grunge“ hárgreiðslu. CD Projekt RED hafa verið með hreint frábæran stuðning við leikinn frá útgáfu og þessar hársnyrtingar ásamt öðru efni er að koma út í  hverri viku. Dembum okkur í gagnrýnina út frá stöðunni í dag en…

Lesa meira

Bjarki Þór Jónsson skrifar: Mortal Kombat bardagaserían hefur notið mikilla vinsælda í gegnum árin en fyrsti leikurinn í seríunni kom út árið 1992. Mortal Kombat leikirnir þykja brútal og má segja að miskunnarlaust ofbeldi og meðfylgjandi blóðbað sé eitt helsta einkenni leikjanna. Fjögur ár eru liðin frá seinasta Mortal Kombat leik (sem við gáfum fjórar og hálfa stjörnu). Nýjasti leikurinn ber heitið Mortal Kombat X og kom í verslanir í apríl 2015 á PS4, Xbox One og PC. Leikurinn er væntanlegur á PS3 og Xbox 360 síðar á þessu ári. Mortal Kombat X er bardagaleikur í háum gæðaflokki og klárlega…

Lesa meira

Fyrir ykkur sem hafa aldrei heyrt um Borderlands leikina, Claptrap segir skamm á ykkur, þá er þetta fyrstu persónu skotleikur sem hefur frekar klikkaðan og skemmtilegan húmor. Svona pínu eins og ef Mad Max og Looney Toons myndi eignast barn og Call of Duty væri barnfórstran. Þetta leikjasafn inniheldur tvo leiki, Borderlands 2 og Borderlands: The Pre-Sequel, þar sem allt aukaefni sem hefur verið gefið út fyrir leikina fylgir með. Borderlands 2 hefur verið uppfærður til að standast kröfur núverandi kynslóð leikjatölva og lítur töluvert betur út núna en þegar hann kom fyrst út. En eins og nafnið gefur til…

Lesa meira